SKILMÁLAR

1. gr. Félagið og gildissvið

Skilmálar þessir gilda um öll viðskipti og samninga Perroy ehf., kt. 690517-0350, Skútuvogur 11a, 104 Reykjavík („félagið“) við viðskiptavini félagsins nema annað sé sérstaklega tekið fram. Viðskiptavinir félagsins eru annars vegar aðilar í atvinnurekstri og hins vegar neytendur. Perroy ehf., kt. 690517-0350, er með einkarétt á innflutningi og sölu á vörum Nespresso á Íslandi. Skrifstofa félagsins er staðsett að Skútuvogi 11a, 104 Reykjavík. Virðisaukaskattsnúmer 129036. Símanúmer er 575 4040. Skrifstofan er opin frá kl. 9 - 17 alla virka daga.

 
 
2. gr. Afhending vöru

Félagið sér um að afhenda allar pantanir og úttektir á þeim afhendingarstað sem samið hefur verið um hverju sinni.

 
 
3. gr. Verð, skattar og gjöld

Öll verð sem gefin eru upp á vefsíðu eða öðrum verðskrám félagsins eru birt með fyrirvara um villur og áskilur félagið sér rétt til að hætta við viðskipti komi í ljós að rangt verð hefur verið gefið upp. Þetta á einnig við ef um villur í reiknireglum vefverslunar er að ræða. Þá eru öll verð gefin upp með virðisaukaskatti nema annað sé sérstaklega tekið fram. Allir reikningar félagsins eru gefnir út með virðisaukaskatti. Félagið áskilur sér rétt til breyta verðskrám sínum eftir þörfum hverju sinni.

 
 
4. gr. Greiðslur

Félagið tekur við greiðslum með debetkorti og kreditkorti. Þá bíður félagið einnig upp á greiðslu í gegnum Netgíró . Félagið notar örugga greiðslugátt frá Rapyd Payments. Þegar viðskipti eru gerð upp í gegnum netið er viðskiptavinur fluttur yfir á greiðslusíðu Rapyd þar sem greiðsla fer fram. Félagið tekur ekki við, hefur aðgang né geymir kortaupplýsingar viðskiptavina. Greiðslugátt Rapyd tryggir að unnið er úr kortaupplýsingum viðskiptavina í vottuðu og dulkóðuðu umhverfi.

 
 
5. gr. Gjalddagi

Gjalddagi reikninga sem gefnir eru út í nafni félagsins skulu vera 20 dögum eftir úttektir. Ef viðskiptavinur greiðir ekki reikning á gjalddaga reiknast dráttarvextir eins og þeir eru auglýstir af Seðlabanka Íslands hverju sinni frá gjalddaga til greiðsludags, sbr. 1. mgr. 6. gr. laga, nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu.

 
 
6. gr. Reikningsviðskipti

Reikningsviðskipti vegna vöruúttekta hjá félaginu eru háð ákveðinni hámarksfjárhæð í hverjum mánuði. Ákvörðun um hámarksfjárhæð skal tekin af hálfu félagsins í samráði við hlutaðeigandi viðskiptavin. Endanlegt ákvörðunarvald liggur þó ávallt hjá félaginu.

 
 
7. gr. Skilaréttur

Eftir að viðskipti hafa átt sér stað fæst vara ekki endurgreidd nema að viðskiptavinur verði var við galla sem félagið viðurkennir einnig sem galla. Hafi viðskiptavin sannanlega verið afhent röng vara á hlutaðeigandi viðskiptavinur rétt á viðgerð, nýrri vöru, afslátt eða endurgreiðslu kaupverðs. Sé viðskiptavinur neytandi, skal hann hafa 30 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna og henni sé skilað í upprunalegu ástandi í óuppteknum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið, hyggist neytandi nýta sér skilarétt sinn. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent neytanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Kostnaður við að skila vörunni, s.s. sendingarkostnaður, greiðist af neytanda. Neytandi er sá sem skráður er sem slíkur á reikningi.

 
 
8. gr. Ofnæmi og óþol

Félagið tekur enga ábyrgð á ofnæmi eða mataróþoli viðskiptavina sinna. Viðskiptavinir með óþol eða ofnæmi eru beðnir um að hafa samband við félagið í gegnum netfangið nespresso@nespresso.is til að afla nánari upplýsinga um ofnæmisvalda.

 
 
9. gr. Upplýsingaöflun

Félagið áskilur sér rétt til að afla upplýsinga um viðskiptavini að því marki sem það telur nauðsynlegt til að viðskipti geti farið fram. Heimild þessi tekur til en skal ekki takmarkast við öflunar upplýsinga um viðskiptavini félagsins í gegnum þjónustusíðu CreditInfo.

 
 
10. gr. Vefsetur félagsins

Allar upplýsingar félagsins eru birtar með fyrirvara um villur, hvort sem um er að ræða almennan texta, vöru- og/eða þjónustulýsingar, verð eða myndir. Félagið ber ekki ábyrgð á tjóni sem kann að verða vegna notkunar/misnotkunar þriðja aðila á vefsíðum félagsins.

 
 
11. gr. Trúnaður og persónuupplýsingar

Félagið heitir viðskiptavini fullum trúnaði um þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Um meðferð allra persónuupplýsinga fer í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Félagið skuldbindur sig til að nota persónuupplýsingar viðskiptavina sinna eingöngu til þess að tryggja að viðskiptin geti farið fram.

Hægt að sjá persónuverndarstefnuna okkar hér

 
 
12. gr. Lög og varnarþing

Um skilmála þessa gilda íslensk lög. Rísi upp ágreiningur milli aðila um framkvæmd eða túlkun skilmála þessa, einstök ákvæði eða annað sem viðkemur samskiptum í tengslum við skilmálana skal fara með þann ágreining til úrlausnar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Félagið áskilur sér rétt til að breyta skilmálum þessum hvenær sem er. Skilmálar þessir gilda frá og með 23.9.2022.

Þessi vefsíða styðst við vefkökur til að bæta upplifun þína. Með því að smella á 'Samþykkja' samþykkir þú vefkökur fyrir: virkni, tölfræði og markaðssetningu