HVERS VEGNA ÁL?

HVERS VEGNA ÁL?

Álfilman hindrar að ljós, súrefni, raki og bakteríur komist í kaffið.

Ál er sá málmur sem næstmest er til af í jarðskorpunni.

Við endurvinnslu áls þarf aðeins að nota 5% af þeirri orku sem þarf til að vinna ál frá grunni.

Hylki getur verið komin aftur í notkun aðeins 60 dögum eftir endurvinnslu.

Við hjá Nespresso viljum stuðla að því að hylkin fari ekki í ruslið heldur öðlist annað líf. 

Við vinnum náið með FTI (Förpackningsinsamlingen) stærsta fyrirtækinu í endurvinnslu á umbúðum í Svíþjóð, til þess að tryggja að álið í hylkjunum okkar öðlist annað líf.  

Hefurðu velt því fyrir þér hvað gerist þegar notuðu kaffihylkin þín koma í endurvinnslu? 

Eftir að hylkin koma til FTI eru litlar umbúðir úr áli flokkaðar frá öðrum málmum með ákveðinni tækni og brætt í smærri einingar. Fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu úr áli notar síðan málminn í nýjar vörur eins og gluggakarma, reiðhjól og bíla- og flugvélaíhluti. Málminn er að sjálfsögðu einnig hægt að nýta í ný kaffihylki.

Vissir þú ...

  • ...að við hófum að safna hylkjum til endurvinnslu í Sviss árið 1991. Í dag bjóðum við upp á endurvinnslu á hylkjum í 59 löndum og viðskiptavinir Nespresso hafa aðgang að yfir 100.000 söfnunarstöðum?

Hægt að lesa meira  hér.

  • ... að öll hylkin okkar eru úr minnst 80% endurvinnanlegu áli, sem þýðir 20 sinnum minni orkuþörf en við framleiðslu á nýju áli?

  • ...að 75% af áli sem hefur verið framleitt er ennþá í notkun í dag? Það skiptir ekki máli hversu oft ál er endurunnið og mótað í mismunandi form, það heldur upprunalegum eiginleikum sínum.  

  • ...að 86% af kolefnisfótspori áls verður til við uppgröft og frumframleiðslu? Í samstarfi með IUCN (HVAÐ ER ÞAÐ?) og fleiri aðilum, komum við að stofnun Aluminium Stewardship Initiative sem er fyrsti alþjóðlegi staðall áliðnaðarins um rekjanleika og frammistöðu viðkomandi fyrirtækja í umhverfismálum.

Hægt að lesa meira hér

Ál er einstakt efni.

Til þess að sýna að hverju notuðu kaffihylkin geta orðið höfum við búið til Caran d’Ache 849 kúlupenna, svissneskan Victorinox vasahníf og RE:CYCLE reiðhjól í samvinnu við Velosophy.  

Hægt að lesa meira hér

Þessi vefsíða styðst við vefkökur til að bæta upplifun þína. Með því að smella á 'Samþykkja' samþykkir þú vefkökur fyrir: virkni, tölfræði og markaðssetningu