TAKTU ÞÁTT Í AÐ ENDURVINNA MEÐ OKKUR

Hvert hylki getur orðið nýtt hylki eða jafnvel eitthvað annað.  

Með því að setja Nespresso kaffihylkin í endurvinnslu tekur þú þátt í verndun náttúrunnar.  Hylkið fær nýtt líf í t.d.  penna, reiðhjóli hjól eða nýju Nespressohylki. 

Það er auðvelt að endurvinna.

Nespresso á Íslandi leggur ríka áherslu á að viðskiptavinir skili hylkjum til endurvinnslu. Með hverri heimsendingu fylgja endurvinnslupokar og pokarnir fást einnig í verslunum okkar í Kringlunni, Smáralind og á Glerártorgi. Pokana má nota oftar en einu sinni. Einnig er frjálst að nota hvaða poka sem er sem endurvinnslupoka. 

Svona getur þú stuðlað að endurvinnslu hylkjanna:

  1. Settu notuðu hylkin í endurvinnslupoka. 

  2. Skilaðu hylkjunum til okkar á eftirfarandi hátt:  

Verslanir: Komdu með hylkin í verslanir okkar í Kringlunni, í Smáralind eða á Glerártorgi.  

Bílstjóri Nespresso: Þú getur afhent bílstjóra Nespresso notuðu hylkin þín við heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu. 

Dropp: Ef valið var að nota Dropp er tekið á móti notuðum hylkjum á afhendingarstað pöntunarinnar.   

Pósturinn: Þú getur afhent Póstinum notuð hylki við afhendingu.

Þessi vefsíða styðst við vefkökur til að bæta upplifun þína. Með því að smella á 'Samþykkja' samþykkir þú vefkökur fyrir: virkni, tölfræði og markaðssetningu