
VERTUO POP
Kaffistundin verður litríkari
Vertuo POP er nettari hönnun sem kemur í sex litum. þú þarft aðeins eitt hylki og að ýta á einn hnapp til að hella upp á þína kaffistærð.
Vertuo POP frískar upp á rýmið hjá þér og veitir enn betri kaffiupplifun.

Vertuo kaffilínan
5 bollastærðir
Með Vertuo geturðu notið alls kyns tegunda og stærða af kaffi. Allt frá litlum, bragðsterkum kaffibollum yfir í stórar könnur með mildara bragði. Vertuo býður bæði upp á heita og kalda kaffidrykki.
Með Vertuo opnast heimur möguleika sem er sniðinn að hverjum og einum. Útbúðu allt frá espresso (40 ml), double espresso (80 ml), gran lungo (150 ml) og mug (230 ml) upp í karöflu (535 ml) sem þú deilir með ástvinum þínum.
VERTUO NEXT
FÁANLEG Í 7 LITUM

RIO DE JANEIRO & PARIS
WORLD EXPLORATIONS kaffiflokkurinn okkar sækir innblástur í kaffimenningu hvaðanæva að úr heiminum.
Með Rio De Janeiro Espresso og Paris Espresso veitum við þér innsýn í kaffimenningu brasilísku stórborgarinnar Rio De Janeiro og frönsku höfuðborgarinnar París.
VIÐ SENDUM KAFFIÐ HEIM
Ef þú pantar fyrir 10.000 kr. eða meira greiðir þú engan sendingarkostnað.
ENDURVINNSLA
Við tökum á móti notuðum hylkjum til endurvinnslu um allt land.
FÁÐU PÖNTUNINA Í KVÖLD
Pantanir á höfuðborgarsvæðinu sem berast fyrir kl. 11:00 virka daga eru afhendar samdægurs milli kl. 17:00 og 22:00.

ENDURVINNSLA
Taktu þátt í að endurvinna með okkur með því að safna notuðum Nespresso hylkjum saman í endurvinnslupoka og koma með þau í verslanir okkar í Kringlunni, Smáralind og á Glerártorgi. Einnig getur þú afhent okkur notuðu hylkin þín við afhendingu pantana um allt land.
Með því að safna og endurvinna notuð hylki getum við dregið úr umhverfisáhrifum þeirra og gefið þeim nýtt líf. Endurunnið ál er notað til þess að búa til ný Nespresso hylki eða nýjar vörur. Kaffið úr notuðu hylkjunum er nýtt í moltu eða orkuvinnslu.