Afkölkunarefni

Nespresso á Íslandi mælir með að allar vélar séu hreinsaðar með afkölkunarefni tvisvar sinnum á ári, einfaldlega til að þrífa vélina.

Verslaðu núna

Mælt er með reglulegu viðhaldi sem og afkölkun tvisvar sinnum á ári.

Þar sem íslenskt vatn er ekki sérstaklega kalkríkt líkt og gengur og gerist erlendis þarf ekki að afkalka kaffivélar á Íslandi oft. Við mælum þó með að það sé gert um það bil tvisvar á ári, þar sem afkölkunarferlið hreinsar kaffivélina vel að innan sem viðheldur gæðum vélarinnar. Þetta tryggir að bragðupplifunin sé eins fullkomin og hún var í upphafi.

Pakkinn inniheldur 2 skammta af afkölkunarefni sem hentar fyrir allar Nespresso kaffivélar. 

Leiðbeiningar fyrir afkölkun má finna í notendahandbókinni. Fyrir nánari upplýsingar getur þú haft samband við þjónustuver Nespresso með tölvupósti á nespresso@nespresso.is eða í síma 575-4040

Almenn umhirða felst í að þurrka reglulega yfir vélina með rökum klút. Notið ekki sterk hreinsiefni eða ertandi efni til að hreinsa vélina. Vinsamlegast setjið ekki hluti vélarinnar í uppþvottavél.

 

Þessi vefsíða styðst við vefkökur til að bæta upplifun þína. Með því að smella á 'Samþykkja' samþykkir þú vefkökur fyrir: virkni, tölfræði og markaðssetningu