SHANGHAI LUNGO

SHANGHAI LUNGO

ÁVAXTAKENNT MEÐ FÍNU SÝRUBRAGÐI

929 kr

10 hylki í lengju

lengja
lengjur

Eiginleikar

Það er ekki sérlega þekkt staðreynd að í Kína hefur kaffi verið ræktað í aldaraðir. Fyrir ekki svo löngu síðan hófu Kínverjar að þróa nútímalega kaffihefð með Sjanghaí sem leiðandi borg.

WORLD EXPLORATIONS Shanghai Lungo veitir innsýn í upprennandi asíska kaffimenningu. Þetta kaffi sem er búið til úr arabica-baunum frá Kenía, Kína og Indónesíu gleður bragðlaukana með berjakeim og fínum sýrutónum.

Drekktu það eins og heimamaður myndi gera: Drýgðu bollann með rjómaskvettu og taktu hann með þér út.

LÝSING Á BRAGÐI

Shanghai Lungo er ávaxtakennd blanda með kryddkeim sem minnir á appelsínur, ferskjur og rauða ávexti. Berjatónar og fínlegt sýrubragð bæta við mýkt blöndunnar. 

80% AF ÁLINU Í SHANGHAI LUNGO ER ENDURUNNIÐ ÁL.

INNIHALD OG OFNÆMISVALDAR
Inniheldur: 10 hylki af Shanghai Lungo með ristuðu og möluðu kaffi fyrir NESPRESSO kerfið. Arabica kaffibaunir. Pakkað í vernduðu umhverfi. 
Nettóþyngd: 56 g - 1.97 oz
Framleitt í Swiss: Nestlé Nespresso S.A. Av.d'Ouchy 4-6. CH - 1006 Lausanne. Switzerland

Styrkleiki

5

Bollastærð

Beiskja

1

Sýrustig

2

Ristun

2

Fylling

1

Ilmprófíll

Blóm & ávextir

UPPRUNI

Þessi léttristaða blanda, búin til úr arabica-baunum frá Kenía, Kína og Indónesíu, á eftir að gleðja bragðlauka með mýkt sinni og fínlegum berjatónum.

RISTUN

Shanghai Lungo er ristað í tveimur hröðum og léttum lotum sem gefur okkur færi á að fá fram nákvæmar niðurstöður frá hvorri lotu um sig til að viðhalda fínleika blöndunnar. Með fínni mölun og meðalstóru hylki er komið í veg fyrir að kaffið verði of milt. 

NJÓTTU ÞESS MEÐ MJÓLK

Bættu ögn af mjólk út í Shanghai Lungo til að breyta honum í gómsætan rjómakenndan kaffidrykk með áberandi ávaxta- og sítrusbragði.

Við sendum kaffið heim

Ef þú pantar fyrir 10.000 kr. eða meira greiðir þú engan sendingarkostnað.

Endurvinnsla

Við tökum á móti notuðum hylkjum til endurvinnslu um allt land.

Fáðu pöntunina í kvöld

Pantanir á höfuðborgarsvæðinu sem berast fyrir kl. 11 eru afhentar samdægurs milli kl. 17 og 22.

SHANGHAI LUNGO

SHANGHAI LUNGO

ÁVAXTAKENNT MEÐ FÍNU SÝRUBRAGÐI

929 kr

10 hylki í lengju

lengja
lengjur

Nespresso

Klúbburinn

Nespresso klúbbmeðlimir eru fyrstir að vita af nýjum vörum, og þá sérstaklega sértilboðum og sértegundum kaffi, sem koma í sölu í litlu magni og aðeins í ákveðinn tíma.