Styrkleiki
4
BLÓMKENNT OG FERSKT
Þetta er eþíópískt Arabica-kaffi eins og það gerist best, með bragði og ilmi sem er afleiðing dekurs. Það hefur angan appelsínublóma, en hinn auðugi ávaxtasultukeimur kemur úr sólþurrkaða kaffinu í Ethiopia úr Master Origin línunni með þurrverkuðum Arabica-baunum. Kaffiberjunum er sífellt handsnúið til að tryggja jafna þurrkun og það krefst mikillar gaumgæfni. Bændurnir í Eþíópíu hafa notað þessa aðferð lengur en allir aðrir.
Allar kaffibaunirnar í Ethiopia úr Master Origin línunni með þurrverkuðum Arabica-baunum eru eþíópískar Arabica-baunir. Einkennandi ávaxtasultubragðið kemur úr náttúrulegri verkun á þessum baunum. Á hálendi Vestur-Eþíópíu er hefð að dreifa kaffiberjunum á þurrkunarborð eftir uppskeru. Bændurnir þar hafa notað þessa hefðbundnu aðferð lengur en allir aðrir. Í allt að fjórar vikur er kaffibaununum vaggað í sólinni þar sem eþíópísku bændurnir handsnúa þeim með reglulegu millibili til að tryggja jafna þurrkun. Sé það rétt gert seytla lög sætleika og ferskra ávaxta inn í hjarta þessara eþíópísku kaffibauna.
Létt og stutt ristun heldur viðkvæmum bragðtegundum á lífi og syngjandi á meðal villtari, þyngri einkenna þessa eþíópíska kaffis.
Gamalgróin aðferðin bætir við einkennandi bragði - auðugu og einstaklega vel angandi. Með Ethiopia finnur þú allt frá hlýrri angan ferskra ávaxta til viðkvæmra appelsínublóma.
INNIHALD OG OFNÆMISVALDAR
Inniheldur: 10 hylki af Ethiopia með ristuðu og möluðu kaffi fyrir NESPRESSO kerfið. Pakkað í vernduðu umhverfi.
Nettóþyngd: 57g - 2.01 oz
Framleitt í Swiss: Nestlé Nespresso S.A. Av.d'Ouchy 4-6. CH - 1006 Lausanne. Switzerland
Styrkleiki
4
Bollastærð
Beiskja
2
Sýrustig
4
Ristun
2
Fylling
2
Ef þú kannt vel við mjólk og kaffi, prófaðu Ethiopia úr Master Origin línunni með þurrverkuðum Arabica-baunum með mjólkurfroðu til að gera cappuccino. Þú munt finna alla viðkvæmu blómatónana dansa mjúklega um í þessum kaffibolla með mjólk. Hæfileikar eþíópísku bændanna skína enn í gegnum mjólkurfroðuna.
Ef þú pantar fyrir 10.000 kr. eða meira greiðir þú engan sendingarkostnað.
Við tökum á móti notuðum hylkjum til endurvinnslu um allt land.
Pantanir á höfuðborgarsvæðinu sem berast fyrir kl. 11 eru afhentar samdægurs milli kl. 17 og 22.
BLÓMKENNT OG FERSKT
Nespresso klúbbmeðlimir eru fyrstir að vita af nýjum vörum, og þá sérstaklega sértilboðum og sértegundum kaffi, sem koma í sölu í litlu magni og aðeins í ákveðinn tíma.