SJÁLFBÆRT KAFFI

Svæðin þar sem við fáum kaffi eru sérstaklega viðkvæm fyrir áhrifum loftlagsbreytinga.  

Miklar hitasveiflur, mikil úrkoma og þurrkar hafa í för með sér alvarlega hættu fyrir kaffiuppskeru. Þetta getur einnig aukið meindýr og sjúkdóma. Á sama tíma þá er landbúnaður verulegur þáttur í losun gróðurhúsalofttegunda og þess vegna erum við staðráðin í því að hlúa að sjálfbærari landbúnaðarháttum og gera breytingu í átt að endurnýjanlegum landbúnaði.  

Árið 2003 hófum við samstarf með Rainforest Alliance til að koma á fót Nespresso AAA Sustainable Quality áætluninni. 

Við styðjum við bændur við að draga úr umhverfisáhrifum af kaffiræktun sinni og standa vörð um land þeirra til framtíðar. Við gerum þetta með því að kenna kaffiframleiðendum sjálfbæra búskaparhætti og takast á við vandamál eins og mengun, úrgang og óhóflega notkun landbúnaðarefna.  

Lífræn ræktun passar við AAA áætlunina okkar 

Árið 2015 kynntum við fyrsta lífrænt vottaða kaffið okkar, Peru Organic, og síðan Reviving Origins Kongo Organic árið 2021. Þessi kaffi eru jákvætt skref í átt að skuldbindingu okkar til að vernda náttúruna og til að endurheimta líffræðilegan fjölbreytileika.  

Hægt að lesa meira hér

Vissir þú?

• Árið 2015 settum við á markað fyrsta lífrænt vottaða kaffið okkar, Peru Organic og síðan Reviving Origins Congo, árið 2021. 

• AAA áætlunin nær yfir 120.000 bændur í 15 löndum. Við fáum meira en 90% af kaffinu okkar í gegnum þessa áætlun.  

• Við höfum plantað 5,2 milljónum trjáa á og kringum kaffibæi frá árinu 2014. Í 9 löndum: Brasilíu, Kólumbíu, Kosta Ríka, Eþíópíu, Gvatemala, Indónesíu, Kenía, Níkaragva og Úganda.  

• Yfir 400 búfræðinga aðstoða bændur og deila með þeim sinni vitneskju og sérþekkingu.  

• Við fjárfestum um 6111 milljónum íslenskra króna á hverju ári í tækniaðstoð og iðgjöld.  

 

Kraftur trjáa 

Síðan árið 2014 höfum við verið að vinna með AAA kaffibændum við að endurnýja tré á og við kaffibæi til að styrkja samfélög fyrir loftlagsbreytingum. Skógrækt stuðlar að líffræðilegum fjölbreytileika og heilbrigðu vistkerfi, bætir gæði jarðvegarins, jafnar hitastig og verndar gegn jarðvegseyðingu. Gróðursetning trjáa á kaffibæjum hjálpar samfélögum að byggja seiglu með því að veita lag af einangrun sem heldur hitastigi jarðvegs stöðugu á meðan rætur trjáa halda jörðinni ósnortinni í miklum rigningum og koma í veg fyrir jarðvegsrof. Kolefnisbinding við gróðursetningu trjáa hjálpar til við að draga enn frekar úr fótspori hvers Nespresso kaffibolla.  

Hægt að lesa meira hér

Hægt að lesa meira um AAA áætlunina hér.

Þessi vefsíða styðst við vefkökur til að bæta upplifun þína. Með því að smella á 'Samþykkja' samþykkir þú vefkökur fyrir: virkni, tölfræði og markaðssetningu