REVIVING ORIGINS ÁÆTLUNIN

Áskoranir við sjálfbærni í kaffiræktun og nánar tiltekið hágæða kaffiræktunar.  

Vegna loftlagsbreytinga og efnahagslegra sveifla þá eru kaffibændur útsettir fyrir mikilli hættu og óvissu sem ógnar lífsviðurværi þeirra. Þess vegna árið 2003 hófum við samstarf við Rainforest Alliance, til að þróa nýstárlega og sjálfbæra nálgun við kaffiöflun. Byggt á þessu þá hleypti Nespresso af stokkunum AAA Sustainable Quality áætlunina sama ár til að tryggja sjálfbærni og gæði á öllum stigum í fyrirtækinu. 

Reviving Origins áætlunin er ein af lausnum Nespresso sem kaffibændur geta tekið þátt í til að fá aðstoð við að endurheimta kaffiframleiðslu sína á svæðum sem hafa orðið fyrir áskorunum vegna loftlags eða pólitísks óróa.  

Reviving Origins er langtíma skuldbinding fyrir báða aðila og getur verið hvati fyrir sjálfbærni og seiglu bandasamfélaga. Lagt er bæði áherslu á efnahagslega- og félagslegaþróun. Reviving Origins áætlunin tekur grundvallarreglurnar um sjálfbærni og gæði í kaffiræktun og aðlagar þær að endurheimt kaffiframleiðslu á þessum vanræktu svæðum.  

Þessi vefsíða styðst við vefkökur til að bæta upplifun þína. Með því að smella á 'Samþykkja' samþykkir þú vefkökur fyrir: virkni, tölfræði og markaðssetningu