Creatista Plus gerir þér kleift að útbúa ekta latte drykki í hágæða barista-gæðum heima hjá þér, auðveldlega. Vélin sameinar þægindi og sérfræðiþekkingu Nespresso við fullkomna mjólkurfroðutækni, í hylkavél. Með Creatista Plus geturðu stillt mjólkurfroðuna að völdu hitastigi og áferð, til að útbúa einstakar og fjölbreyttar mjólkuruppskriftir, allt frá silkimjúkum latte til rjómakennds cappuccino.
Hún býður upp á snjallt og auðvelt notendaviðmót með hágæða skjá sem leiðbeinir þér í gegnum alla undirbúning, stillingar og viðhald.
Þrifin eru einföld og stúturinn hreinsar sig sjálfkrafa eftir hverja notkun.Vélin skartar glæsilegu útliti úr fáguðu burstuðu ryðfríu stáli. Barista mjólkurkanna úr ryðfríu stáli, með stút sem er hannaður sérstaklega til að flóa svo að þú getir útbúið fullkomna froðu heima hjá þér eins og á fyrsta flokks kaffihúsi.
Í kassanum finnur þú þá hluti sem sýndir eru á myndinni hér fyrir neðan:
Hátíðarkaffið er komið og nýja vefverslunin okkar þar að auki. Við vonumst til þess að upplifunin sé jafn ánægjuleg og kaffið.