Hér finnur þú svör við algengustu spurningum varðandi Nespresso kaffi og viðhald kaffivélanna.
Við erum með þrjár verslanir. Við erum á;
Koffínmagn í hverju hylki fer eftir því hvaða tegund af grænu kaffi er notuð í uppskriftinni. Robusta-kaffi inniheldur að meðaltali 2,4% en Arabica-kaffi inniheldur aftur á móti um 1,3% af koffíni. Koffínlaus hylki innihalda minna en 0,1% af koffíni. Klassísk Nespresso-hylki innihalda um 5gr af möluðu kaffi en Lungo-hylkin innihalda um 6gr af möluðu kaffi.Dæmi: Hreint Arabica-kaffi í klassísku Nespresso-hylki (5gr) inniheldur 5 g x 1,3% = 0,065 g= 65 milligrömm (mg) af koffíni.Fyrir neðan eru dæmi um meðaltal koffíninnihalds eftir gerð kaffiuppskriftar (gildi Matvælaeftirlits Bretlands 2001):
Ef vélin þín bilar komdu þá við í verslunum okkar á höfuðborgarsvæðinu eða á Glerártorgi, hafðu samband við kaffisérfræðinga í þjónustuveri okkar í gegnum netspjall á vefnum, í síma 575 4040 eða sendu tölvupóst á nespresso@nespresso.is. Við munu aðstoða þig með bros á vör.
Við biðjumst velvirðingar ef vörur sem þú vilt panta eru ekki til á lager.
Við munum að sjálfsögðu reyna að útvega þær vörur eins fljótt og auðið er.
Viljir þú leggja inn pöntun eða fá nákvæmari upplýsingar um hvenær varan er væntanleg hvetjum við þig til að hafa samband við okkur í síma 575 4040 eða senda tölvupóst á nespresso@nespresso.is, kaffisérfræðingar okkar munu aðstoða þig.
Nespresso skiptir vörum eða endurgreiðir með ánægju kaup sem gerð eru á vefsíðu, verslunum okkar eða gegnum síma, að því gefnu að vörunni sé skilað í söluhæfu og ónotuðu ástandi í upprunalegum umbúðum, innan 30 daga gegn staðfestingu á kaupum.
Hafðu samband við kaffisérfræðinga okkar sem gera ráðstafanir svo þú getir skilað vörunni, í netspjalli á Nespresso.is, í síma 575 4040 eða sendu tölvupóst á nespresso@nespresso.is.
Þegar vörum er skilað endurgreiðir Nespresso á Íslandi innan 14 daga að hámarki eftir móttöku á viðkomandi vörum.
Með hreinlæti og öryggi neytenda að leiðarljósi getum við ekki tekið við kaffihylkjum, súkkulaði og bitum þar sem umbúðirnar hafa verið opnaðar eða á einhvern hátt laskaðar eftir afhendingu.
Það er 30 daga skilaréttur frá móttöku á öllum okkar vörum. Nespresso samþykkir öll skil á vörum í óaðfinnanlegu ástandi, í upprunalegum umbúðum, og með viðeigandi kvittun.
Komdu við í verslunum okkar á 1. hæð Kringlunni, 1. hæð Smáralind eða á Glerártorgi, eða hafðu samband við okkur í netspjalli á Nespresso.is, í síma 575 4040 eða sendu tölvupóst á nespresso@nespresso.is.
Markmið okkar er ávallt að veita fullkomna kaffiupplifun. Ef þú telur að það hafi ekki tekist viljum við heyra frá þér.
Þú getur haft samband við okkur:
Nespresso klúbburinnSkútuvogi 11a104 Reykjavík
Kaffisérfræðingar okkar reyna að finna lausn innan sólarhrings. Ef frekari vinnsla fyrirspurna er þörf, lætur kaffisérfræðingur okkar þig vita hve langan tíma það tekur og ábyrgist að hafa samband innan þess tímaramma.
Við erum við frá kl. 9 til17, en lengur í verslunum okkar í Kringlunni, Smáralind og á Glerártorgi sem eru opnar á opnunartímum verslunarmiðstöðvanna, sjá neðst á heimasíðunni okkar.
Fyrirspurnir sem berast um helgi í tölvupósti eða á vefnum okkar verður svarað næsta virka dag.
Við pöntun er hægt að velja á milli þess að sækja í verslun, fá heimsendingu eða á afhendingarstaði Dropp.
Einungis er hægt að sækja pantanir í verslun Nespresso í KringlunniAthugið að ekki hægt að sækja pantanir í Smáralind eða á Glerártorgi.
Þegar valið er að fá vöruna heimsenda eða á næsta pósthús er sendingartími að jafnaði 0-1 virka daga. Sendingartími er mismunandi eftir landsvæðum.
Við bjóðum upp á útkeyrslu á pöntunum á höfuðborgarsvæðinu. Pantanir sem berast fyrir miðnætti eru keyrðar út eftir kl. 17 næsta virka dag.
Pósturinn keyrir út pantanir utan höfuðborgarsvæðisins. Þar fer heimsending eftir þeirri þjónusu sem Pósturinn býður upp á á hverjum stað. Nánari upplýsingar á postur.is. Þú getur fengið pöntun þína á valda afhendingastaði Dropp á höfuðborgarsvæðinu. Þar getur þú sótt á þeim tíma sem þér hentar og í leiðinni afhent notuðu Nespresso hylkin þín til endurvinnslu
Smelltu hér til að kynna þér þjónustu Dropp betur.
Pantanir eru einungis í boði innan Íslands.
Boðið er upp á fría heimsendingu þegar verslað er fyrir kr. 10.000 eða meira. Öðrum kosti er sendingarkostnaður frá 490 kr. upp í 1.000 kr. og bætist við í greiðsluferli.
Innra lag hylkjanna inniheldur hvorki bisfenól-A (BPA) né skellakk.
Vegna loftlagsbreytinga og efnahagslegra sveifla þá eru kaffibændur útsettir fyrir mikilli hættu og óvissu sem ógnar lífsviðurværi þeirra. Árið 2003 fórum við í samstarf við Rainforest Alliance til að koma á fót Nespresso AAA Sustainable Quality áætlun. Til þess að byggja upp traust og langtímasambönd við kaffibændur, með þessu köllum við fram jákvæð áhrif.
AAA áætlunin er samansett úr þremur stoðum: gæði, sjálfbærni og framleiðslugetu. Um 90% af kaffinu okkar kemur í gegnum þessa áætlun í samstarfi við meira en 122.000 bændur í 15 löndum.
Bændum er veitt einstaklingsmiðuð þjálfun og tækileg ráðgjöf. Þetta hefur hjálpað þeim að gera jörðina sína afkastameiri, arðbærari og sjálfbærari. Bændurnir græða einnig iðgjald fyrir hágæðakaffið sem þeir selja til Nespresso. Þetta iðgjald er að meðaltali hærra en fyrir kaffi í sama gæðaflokki.
Bændur þurfa ekki að borga aðildargjald og þeim ber engin skylda til að selja þeirra kaffi til Nespresso. Þeir fá ókeypis aðstoð við það að þróast og verða betri. Bændurnir eru metnir út frá nokkrum alþjóðlega viðurkenndum stöðlum, eins og ILO, FLA og Fairtrade Organic.
Í gegnum AAA áætlunina fjárfestum við einnig í innviði og öðrum tengdum verkefnum, eins og skógrækt, úrræði um eftirlaun bænda og tryggingarkerfi fyrir uppskeru þeirra. Þessi verkefni munu hjálpa bændum að verja sig fyrir óstöðugleika á umhverfinu og markaðinum.
B Corp™ er vottun sem gefur fyrirtækjum viðmiðunarpunkt sem gerir þeim kleift að geta varpað ljósi á bæði styrkleika og veikleika ásamt því að geta mótað áætlun til úrbóta og hraðari framfara.
Hér getur þú lesið nánar um
Það er ekki þörf fyrir afkölkun Nespresso kaffivéla hérlendis. Við mælum þó með afkölkun árlega, til að hreinsa vélina og fyrirbyggja uppsöfnun kalks og annarra steinefna.
Það er 30 daga skilaréttur frá móttöku á öllum okkar vörum. Nespresso samþykkir öll skil á vörum í óaðfinnanlegu ástandi, í upprunalegum umbúðum, og með viðeigandi kvittun meðfylgjandi.
Ef vélin þín er keypt hjá Nespresso á Íslandi komdu þá við í verslun okkar á 1. hæð Kringlunni, 1. hæð Smáralind eða á Glerártorgi, eða hafðu samband við okkur í netspjalli á Nespresso.is, í síma 575 4040 eða sendu tölvupóst á netfangið nespresso@nespresso.is.
Viðskiptavinir geta sótt upplýsingar um pantanir og greiðslur með því að skrá sig inn á vefnum. Einnig er hægt að hringa í síma 575 4040 eða senda tölvupóst á netfangið nespresso@nespresso.is og fá kvittun senda með tölvupósti.
Allur virðisaukaskattur er innifalinn í heildarverði vörunnar.
Hátíðarkaffið er komið og nýja vefverslunin okkar þar að auki. Við vonumst til þess að upplifunin sé jafn ánægjuleg og kaffið.