Fara á efnissvæði
Kaffi
Kaffivélar
Mínar síður
Karfa
Vöru bætt við körfu

 

Veldu magn

Verð
0
Heim
»
Umhverfið

Umhverfið

Við trúum að hver bolli af Nespresso kaffi geti skilað ótrúlegri upplifun á sama tíma og við sköpum aukin gæði fyrir samfélagið sem og umhverfið.

Field

Skuldbindingar okkar

Nespresso stefnir að  því að minnka losun gróðurhúsalofttegunda jafnt og þétt á næstu árum. Hægt er að lesa hér fyrir neðan þær leiðir sem Nespresso fer til þess að minnka loftlagsáhrifin okkar. 

Sjálfbær kaffiframleiðsla

Við hvetjum Nespresso bændur, fræðum þá og gerum þeim kleift að breyta búskaparháttum sínum til að ná fram metnaðarfullum markmiðum um svokallaða NÚLL losun kolefna. Þetta á við um sem dæmi um eflingu skógræktar, lífræna frjóvgun kaffiplantna og verndun jarðvegsþekju.

Vistkerfi 

Við leggjum áherslu á hringrásarkerfi og nýsköpun meðal annars með því að stórauka notkun á endurunnum og endurnýjanlegum efnum í hylkjunum okkar, aukahlutum og vélum. 

Endurvinnsla

Við munum, í samvinnu við viðskiptavini okkar, halda áfram að hækka endurvinnsluhlutfall kaffihylkjanna. Auk þess viljum við fjárfesta í verkefnum sem auðvelda og einfalda endurvinnslu. Þá er verið að kanna hvernig nota má kaffikorg sem uppsprettu orku (orkugjafa).

Gróðursetning og skógrækt 

Við viljum auka gróðursetningu trjáplantna á okkar vegum. Nespresso hefur nú þegar gróðursett 5 milljónir plantna við kaffibúgarða þar sem Nespresso kaffi er ræktað en stefnt er á að stórhækka þá tölu.

Endurnýjanleg orka 

Við ætlum að halda áfram að bæta orkunýtingu í framleiðsluferlum og sölu. Stefnt er að  nota 100% endurnýjanlegri raforku á öllum starfsstöðvum og verslunum Nespresso.

Hagræðing flutninga

Nespresso mun halda áfram að vinna náið með samstarfsaðilum úr aðfangakeðjunni okkar til að finna lausnir og nýjungar sem draga úr kolefnislosun á öllum stigum flutninga og afhendingar á hráefni og vörum. 

Með þessum aðgerðum stefnum við á að núlllosun gróðurhúsalofttegunda á næstu árum og leggja þannig okkar að mörkum til að bjarga vistkerfinu. 

Vissir þú.....?

  • .. að við höfum minnkað kolefnisfótsporið af Nespresso bolla um 24% frá árinu 2009?

  • að original hylkin eru núna úr a.m.k. 80% endurunnu áli og Vertuo hylkin úr 85% endurunnu áli?

  • ... að árið 2020 nam fjárfesting Nespresso í endurvinnslustarfsemi um 9 milljörðum íslenskra króna?

Kraftur trjáa 

Árið 2003 hófum við samstarf með Rainforest Alliance til að koma á fót Nespresso AAA Sustainable Quality áætluninni. 

Við styðjum við bændur svo draga megi úr umhverfisáhrifum af kaffiræktuninni og að þeir geti staðið vörð um land sitt til framtíðar. Við gerum þetta með því að fræða hvernig á að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, minnka úrgang og notkun hættulegra efna

Field