Við trúum að hver bolli af Nespresso kaffi geti skilað ótrúlegri upplifun á sama tíma og við sköpum aukin gæði fyrir samfélagið sem og umhverfið.
Nespresso stefnir að því að minnka losun gróðurhúsalofttegunda jafnt og þétt á næstu árum. Hægt er að lesa hér fyrir neðan þær leiðir sem Nespresso fer til þess að minnka loftlagsáhrifin okkar.
Við hvetjum Nespresso bændur, fræðum þá og gerum þeim kleift að breyta búskaparháttum sínum til að ná fram metnaðarfullum markmiðum um svokallaða NÚLL losun kolefna. Þetta á við um sem dæmi um eflingu skógræktar, lífræna frjóvgun kaffiplantna og verndun jarðvegsþekju.
Með þessum aðgerðum stefnum við á að núlllosun gróðurhúsalofttegunda á næstu árum og leggja þannig okkar að mörkum til að bjarga vistkerfinu.
Við styðjum við bændur svo draga megi úr umhverfisáhrifum af kaffiræktuninni og að þeir geti staðið vörð um land sitt til framtíðar. Við gerum þetta með því að fræða hvernig á að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, minnka úrgang og notkun hættulegra efna