Frí heimsending ef verslað er fyrir 10.000 kr. eða meira
Ethiopia er eþíópískt arabica sem er ótrúlega ilmríkt. Það hefur ilm af appelsínublómum, en ríkir, sultukenndir ávaxtatónar koma frá sólþurrkuðu kaffinu í Master Origins Ethiopia, þar sem notað er þurr-unnið arabica. Að snúa kaffiberjunum stöðugt með höndunum til að tryggja jafna þurrkun krefst mikillar vandvirkni – og eþíópískir bændur hafa notað þessa aðferð lengur en nokkur annar.
Inniheldur: 10 hylki af Ethiopia með ristuðu og möluðu kaffi fyrir Nespresso kerfið. Arabica og Robusta kaffibaunir. Pakkað í vernduðu umhverfi. Nettóþyngd: 57g - 2.01 oz.
Framleitt í Swiss: Nestlé Nespresso S.A. Av.d'Ouchy 4-6. CH - 1006 Lausanne. Switzerland.
Hátíðarkaffið er komið og nýja vefverslunin okkar þar að auki. Við vonumst til þess að upplifunin sé jafn ánægjuleg og kaffið.