Frí heimsending ef verslað er fyrir 10.000 kr. eða meira
Leggero samanstendur af Arabica-baunum, aðallega frá Brasilíu og Kólumbíu, ásamt áhugaverðri asískri Robusta blöndu. Saman mynda þær þetta létta en flókna kaffi.
Þetta hylki iðar af mildum, flóknum og ferskum bragðtónum með hressilegri sýru. Það er óður til léttlegra og loftkenndra bragða sem fara einstaklega vel með tónum af ristuðu korni og sætu kakói. Kaffið hefur frísklega sýru og hóflega beiskju sem fer sérstaklega vel með mjólk.
Kaffibaunirnar eru ristaðar í tveimur aðskildum lotum, sem gefur svigrúm til breytilegrar ristunar og skapar flóknara kaffi. Bæði Arabica og Robusta eru létt ristaðar í þessari blöndu, þannig að sýra og fínleg blæbrigði kólumbísku baunarinnar haldast lifandi.
Hátíðarkaffið er komið og nýja vefverslunin okkar þar að auki. Við vonumst til þess að upplifunin sé jafn ánægjuleg og kaffið.