SKAMMTAÐ KAFFI

Skammtastærðir

Hefurðu einhvern tímann velt því fyrir þér hvort Nespresso bollinn þinn sé hugsanlega góður kostur fyrir umhverfið? Rannsóknir* sýna að skammtað kaffi sé í raun betra fyrir umhverfið en hefbundið, uppáhellt kaffi. Ástæðan er sú að þegar hellt er upp á Nespresso kaffibolla þá notarðu nákvæmlega það magn af kaffi og vatni sem þarf. Þetta minnkar sóun á kaffi, vatni og orku.  

Því hefur verið haldið fram að skammtað kaffi sé verra fyrir umhverfið en annað kaffi  en til þess að skilja umhverfisáhrifin þá verðum við að líta á framleiðsluna eins og hún leggur sig, frá baun til bolla.  

*The Positive Cup skýrslan 2020, hægt að lesa meira hér.

Vissir þú ...?

  • ... að við höfum minnkað kolefnisfótsporið af Nespresso bolla um 24% frá árinu 2009?

  • að original hylkin eru núna úr a.m.k. 80% endurunnu áli og Vertuo hylkin úr 85% endurunnu áli?

  • ... að árið 2020 nam fjárfesting okkar í endurvinnslustarfsemi um 9 milljörðum íslenskra króna?

Getur Nespresso kaffi verið sjálfbært val?  

Óháðir sérfræðingar nota svokallað Life Cycle Assessment* og hafa fundið að skammtað kaffi hefur svipuð umhverfisáhrif eða jafnvel betri en hefðbundnar leiðir til að laga kaffi. Átæðan er að Nespresso hefur reiknað út nákvæmlega hvað þarf við gerð á einum bolla og notar því hárrétt magn af kaffi, vatni og orku. Við aðrar uppáhellingaraðferðir er hætt við að notað sé of mikið kaffi, hella upp á meira en þörf er á og þar með eyða orku að nauðsynjalausu.

*LCA rannsókn, hægt að lesa meira hér.

Af hverju skiptir svona miklu máli hvernig ég útbý kaffið mitt? 

Til þess að skilja umhverfisáhrif af vöru þá þarf að skoða alla virðiskeðjuna, frá baun í bolla. Það gæti komið á óvart að heyra að kaffiræktun og uppáhelling eru tveir stærstu þættirnir í kolefnisfótspori kaffibolla, umbúðirnar í þriðja sæti. Þess vegna er mikilvægt að stuðla að sjálfbærum búskaparháttum, ekki sóa kaffi og að nota orkusparandi vélar til að minnka kolefnisfótspor kaffibollans þíns.

Við hjá Nespresso tökum á þessum þáttum með sjálfbærri ræktun, Nespresso AAA Sustainable Quality, og með því að tryggja að allar nýjar Nespresso vélar fari í biðstöðu eða slökkvi á sér til að lágmarka orkusóun.  

Fjölmargir aðrir þættir hafa áhrif á kolefnisfótspor okkar hér má lesa nánar um aðgerðir Nespresso til að draga úr losun.

 

Þessi vefsíða styðst við vefkökur til að bæta upplifun þína. Með því að smella á 'Samþykkja' samþykkir þú vefkökur fyrir: virkni, tölfræði og markaðssetningu