SJÁLFBÆRT KAFFI

Við fáum kaffi af svæðum sem eru sérstaklega viðkvæm fyrir áhrifum loftlagsbreytinga.  

Miklar hitasveiflur, mikil úrkoma og þurrkar á víxl skapa alvarlega hættu fyrir kaffiuppskeru, auk þess að fjölga meindýrum og sjúkdómum sem herjað geta á plönturnar. Samtímis er landbúnaður verulegur þáttur í losun gróðurhúsalofttegunda og þess vegna erum við staðráðin í því að hlúa að sjálfbærari búskaparháttum.

Árið 2003 hófum við samstarf með Rainforest Alliance til að koma á fót Nespresso AAA Sustainable Quality áætluninni. 

Við styðjum við bændur svo draga megi umhverfisáhrifum af kaffiræktuninni og að þeir geti staðið vörð um land sitt til framtíðar. Við gerum þetta með því að kenna að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, minnka úrgang og notkun hættulegra efna

Lífræn ræktun passar við AAA áætlunina okkar 

Árið 2015 kynntum við fyrsta lífrænt vottaða kaffið okkar, Peru Organic, og síðan Reviving Origins Kongo Organic árið 2021. Þessar kaffitegundir eru í anda skuldbindinga okkar um verndun náttúrunnar og endurheimt líffræðilegs fjölbreytileika.  

Hægt að lesa meira hér

Vissir þú...?

  • ...að árið 2015 settum við á markað fyrsta lífrænt vottaða kaffið okkar, Peru Organic og síðan Reviving Origins Congo, árið 2021?

  • ...að AAA áætlunin nær til 120 þúsund bænda í 15 löndum? Og að meira en 90% af kaffinu okkar fæst í gegnum þessa áætlun?

  • ...að við höfum plantað 5,2 milljónum trjáplantna við kaffibúgarða í níu löndum frá árinu 2014; í Brasilíu, Kólumbíu, Kosta Ríka, Eþíópíu, Gvatemala, Indónesíu, Kenía, Nígaragúa og Úganda?

  • ...að rúmlega fjögur hundruð búfræðingar aðstoða bændur og deila með þeim sinni vitneskju og sérþekkingu?

  • ...að við veitum 6 milljörðum íslenskra króna á hverju ári í tækniaðstoð og iðgjöld.

Kraftur trjáa 

Mikilvægi trjáræktar

Frá 2014 höfum við unnið með AAA kaffibændum við að gróðursetja tré við búgarðana í því skyni að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga. Skógrækt stuðlar að líffræðilegum fjölbreytileika og heilbrigðu vistkerfi, bætir gæði jarðvegarins, jafnar hitastig og vinnur gegn jarðvegseyðingu. Tré binda jarðveg, hindra að hann skríði fram í miklum rigningum og koma þannig í veg fyrir jarðvegsrof. Kolefnisbinding trjágróðurs dregur þannig enn frekar úr kolefnisspori hvers Nespresso kaffibolla. 

Hægt að lesa meira hér

Hægt er að lesa meira um AAA áætlunina hér.

Höfuðstöðvar Nespresso eru með B Corp vottun. Þessa vottun fá fyrirtæki sem sýna fram á framúrskarandi frammistöðu í félags- og umhverfismálum. Þau þurfa að fá 80 eða fleiri stig í úttektinni og einnig að standast áhættumat. Í apríl 2022 skoraði Nespresso Global alls 84,3 stig. 

Hægt að lesa meira hér

Hægt að skoða úttekt B Lab fyrir Nespresso Global hér

Þessi vefsíða styðst við vefkökur til að bæta upplifun þína. Með því að smella á 'Samþykkja' samþykkir þú vefkökur fyrir: virkni, tölfræði og markaðssetningu