VOLLUTO

VOLLUTO

LÍFIÐ Í SÓLINNI

669 kr

10 hylki í lengju

lengja
lengjur

Eiginleikar

EIGINLEIKAR

Léttur og göfugur ilmur brasilískra og kólumbískea Arabica-bauna gefur fyrirheit um þokkafullt jafnvægið í þessum aðgengilega espresso. Það er mildur og sætur kexkeimur og ávaxtakennt sýrustig í Volluto sem veit hvernig á að gleðja. Það er lífið í sólinni.

UPPRUNI

Arabica-kaffið frá Brasilíu og Kólumbíu sem fer í þessa blöndu hefur verið sjálfbært kaffi í langan tíma og gefur gyllta Nespresso-kaffihylkinu hið sanna jafnvægi þess. Bændurnir eru meðal þeirra fyrstu sem tóku þátt í AAA-áætluninni og þeir hlúa að kaffinu sínu og umhverfinu með mikilli vandvirkni. Náttúrulega unnið brasilískt kaffi gefur Volluto jafnvægi – það losnar um skerpuna sem baunirnar hafa við uppskeru þegar þær fá að hvíla og mildast. Þeir kalla þessa hefð í kaffiframleiðslu reposo. Annað sem finna má í Volluto eru Arabica-baunir frá Kólumbíu sem vaxa í meðalhæð. Þær eru þvegnar og sólþurrkaðar til að laða fram milt ávaxtabragð í kaffinu.

RISTUN

Volluto er meðalristað – ekki of heitt, ekki of lengi – og fær meðalgrófa mölun til að halda öllu í jafnvægi. Þessi ristun breytir brasilísku korntónunum í sætt kex og heldur ávaxtatónum kólumbísku baunanna á lífi. Volluto-kaffihylkið skilar góðri fyllingu og fáguðu jafnvægi sem espresso.

ILMPROFÍLL

Líkt og nýbakað brioche-brauð hefur Nespresso Volluto ómótstæðilegan ilm og veitir vellíðan með sætum kexkeim. Kólumbíska kaffið í gylltu Nespresso-hylkjunum færir því ferska tóna rauðra ávaxta sem lífga upp á blönduna – það er lífið í sólinni.

Styrkleiki

4

Bollastærð

Beiskja

2

Sýrustig

3

Ristun

2

Fylling

2

Ilmprófíll

Milt

BÆTTU MJÓLK Í BOLLANN

Kaffi og mjólk er frábær blanda – og mjólk bætir fyllingu og jafnvægi Volluto enn frekar. Mikil fylling, milt sýrustig, karamellu- og kexkeimur – þetta espresso-kaffi gengur í fallegt hjónaband með mjólk og úr verður notalegur cappuccino eða latte macchiato þegar þú bætir við mjólkurfroðu.

Frí heimsending

Ef þú pantar fyrir 11.500 kr eða meira þá borgar þú engan sendingarkostnað

Nespresso heimsending

Pantanir til afhendingar á höfuðborgarsvæðinu eru keyrðar út af Nespresso bílnum

Fáðu vöruna á morgun

Pantanir á höfuðborgarsvæðinu sem berast fyrir miðnætti eru afhentar næsta virka dag

VOLLUTO

VOLLUTO

LÍFIÐ Í SÓLINNI

669 kr

10 hylki í lengju

lengja
lengjur

Nespresso

Klúbburinn

Meðlimir Nespresso klúbbsins fá allar fréttir um leið og þær berast. Skráðu þig og fylgstu með frá byrjun.