Styrkleiki
6
BLÓMKENNT OG RISTAÐ
Tokyo Vivalto Lungo hefur komið í stað Vivalto Lungo - ný hönnun, nýtt nafn, endurnýjuð kaffiblanda.
Þó að Japanar séu frægir fyrir te þá kunna þeir líka að meta kaffi. Þar sem þeir sækjast eftir gæðum og náttúrulegri sætu hafa þeir miklar mætur á þungu bragði sem myndar jafnvægi við fínlegan ilm.
WORLD EXPLORATIONS Tokyo Vivalto Lungo fangar kjarna þessara þátta með fáguðu eþíópísku og mexíkósku arabica-kaffi. Flókið, blómkennt, ögn sýrukennt. Þessi bolli kemur skemmtilega á óvart.
Drekktu það eins og heimamaður myndi gera: Stækkaðu bollann upp í 150 ml og taktu þér tíma til að njóta ilmsins.
Í Tokyo Vivalto Lungo er angandi blómatónum, fínlegum ristunarkeimi og votti af ávöxtum blandað saman sem skilar bragði sem er hvort tveggja í jafnvægi og flókið.
80% AF ÁLINU Í TOKYO VIVALTO LUNGO ER ENDURUNNIÐ ÁL.
INNIHALD OG OFNÆMISVALDAR
Inniheldur: 10 hylki af Tokyo Vivalto Lungo með ristuðu og möluðu kaffi fyrir NESPRESSO kerfið. Arabica og Robusta kaffibaunir. Pakkað í vernduðu umhverfi.
Nettóþyngd: 58 g -2.04 oz
Framleitt í Swiss: Nestlé Nespresso S.A. Av.d'Ouchy 4-6. CH - 1006 Lausanne. Switzerland
Styrkleiki
6
Bollastærð
Beiskja
2
Sýrustig
1
Ristun
3
Fylling
3
Blanda af eþíópískum og blautverkuðum mexíkóskum arabica-baunum myndar dásamlegt mótvægi sem gefur þessari kaffiblöndu þungt bragð með fíngerðum blóma- og ávaxtatónum.
Styttri og léttari ristun eþíópísku kaffibaunanna viðheldur sýrustigi þeirra og fínlegum blómatónum. Lengri og meiri ristun mexíkósku baunanna hjálpar til við að ná fram styrkleika og fyllingu en um leið helst jafnvægi blöndunnar.
Prófaðu Tokyo Vivalto Lungo sem latte og fáðu fram kaffibolla sem er rjómakenndur, sætur og í góðu jafnvægi. Nokkrir mjólkurdropar viðhalda ristuðu baunabragðinu og fínum ávaxtakeim.
Ef þú pantar fyrir 10.000 kr. eða meira greiðir þú engan sendingarkostnað.
Við tökum á móti notuðum hylkjum til endurvinnslu um allt land.
Pantanir á höfuðborgarsvæðinu sem berast fyrir kl. 11 eru afhentar samdægurs milli kl. 17 og 22.
BLÓMKENNT OG RISTAÐ
Nespresso klúbbmeðlimir eru fyrstir að vita af nýjum vörum, og þá sérstaklega sértilboðum og sértegundum kaffi, sem koma í sölu í litlu magni og aðeins í ákveðinn tíma.