RISTRETTO INTENSO

RISTRETTO INTENSO

Ótrúlega bragðsterkt og sírópskennt.

3.595 kr

50 stk í boxi

box
box

Eiginleikar

Ristretto Intenso er einstaklega öflugt kaffi, djörf blanda af Robusta-baunum frá Brasilíu og Gvatemala, sérútbúnum fyrir Nespresso, og sérristuðum Arabica-baunum frá Suður-Ameríku. Öflug beiskja og pipartónar eru áberandi, auk þykkrar og rjómakenndrar áferðar.

UPPRUNI

Conilon Robusta baunir frá Brasilíu, sérstaklega sólþurrkaðar fyrir Nespresso, og fágætar, þvegnar Robusta-baunir frá Gvatemala veita blöndunni mikinn bragðstyrk, en án hvassa bragðsins sem fylgir gjarnan Robusta-baunum. Arabica-baunir frá Suður-Ameríku veita blöndunni aukna mýkt.

RISTUN

Sérfræðingar Nespresso kjósa að sérrista baunirnar til að ilmeinkenni hvers upprunasvæðis fái að njóta sín til hins ýtrasta. Robusta-baunirnar eru snöggristaðar við mikinn hita til að kalla fram mikla beiskju og fyllingu, en Arabica-baunirnar eru ristaðar lengur og við vægari hita til að undirstrika fínni blæbrigði og náttúrulega sætu þeirra.

ILMPRÓFÍLL

Ristretto Intenso er einstaklega öflugt kaffi, djörf blanda af Robusta-baunum frá Brasilíu og Gvatemala, sérútbúnum fyrir Nespresso, og sérristuðum Arabica-baunum frá Suður-Ameríku. Þetta ristretto er með mikilli fyllingu og ristuðum keim. Í bollanum eru beiskja og pipartónar áberandi, auk þykkrar og rjómakenndrar áferðar.

Styrkleiki

12

Bollastærð

Beiskja

5

Sýrustig

1

Ristun

4

Fylling

4

BÆTTU MJÓLK Í BOLLANN

Öflugur ristunarkeimur, beiskja og fylling Ristretto Intenso varðveitist þegar mjólk er bætt út í kaffið.

CAPPUCCINO

Þegar Ristretto Intenso er notað í cappuccino bætist korn- og viðarkeimur og mjúk áferð saman við bragðstyrkinn sem fyrir er.

LATTE MACCHIATO

Latte macchiato úr Ristretto Intenso hefur mjúka og ljúfa fyllingu þar sem sætir mjólkurtónar bætast við korn- og viðurkeiminn.

Hreinlæti

Í kringum kaffivélina er alltaf snyrtilegt þar sem baunir eða kaffikorgur fara ekki í vélina.

Fljótlegt

Kaffivélin er snögg að búa til ljúffengan kaffibolla.

Stöðugt

Þú getur alltaf stólað að fá sama góða kaffibollann.

RISTRETTO INTENSO

RISTRETTO INTENSO

Ótrúlega bragðsterkt og sírópskennt.

3.595 kr

50 stk í boxi

box
box

Fáðu ráðgjöf