TAMUKA mu ZIMBABWE

TAMUKA mu ZIMBABWE

MJÚKUR OG LÉTTRISTAÐUR

929 kr

10 hylki í lengju

lengja
lengjur

Eiginleikar

ENDURVEKJUM UPPSKERUNA

Sjaldséður dýrgripur er kominn á sinn stað eftir mörg ár lituð af átökum um stjórnmál og loftslagsmál. Verkefni Nespresso, REVIVING ORIGINS hefur beinst að því að vinna með bændum í Austur-Zimbabwe og veita þeim þjálfun og þau úrræði sem þeir þarfnast til að bæta gæði og afrakstur uppskerunnar. Þessi samvinna hefur átt stóran þátt í að blása lífi í kaffisamfélagið á svæðinu og endurvekja íburðarmikið espressokaffi sem hafði nærri glatast.

Fagnið því endurkomu Tamuka mu Zimbabwe – Arabica-kaffi með margslungnu ávaxtabragði og brakandi sýrukeimi. Bragðaðu á þessu einstaka kaffi og ræstu bragðlaukana með höfugum tónum af rauðum berjum, kúrennum og trönuberjum.

Við stefnum að því að færa þér meira af þessu ljúffenga kaffi á hverju ári og bæta þar með hag bændanna og styrkja samfélagið. Hver sopi sem þú nýtur snertir líf hundruða og býður að auki upp á magnaða bragðupplifun.

INNIHALD OG OFNÆMISVALDAR
Inniheldur: 10 hylki af Tamuka mu Zimbabwe með ristuðu og möluðu kaffi fyrir NESPRESSO kerfið. Pakkað í vernduðu umhverfi. 
Nettóþyngd: 55 g - 1.94 oz
Framleitt í Swiss: Nestlé Nespresso S.A. Av.d'Ouchy 4-6. CH - 1006 Lausanne. Switzerland

Styrkleiki

5

Bollastærð

Beiskja

2

Sýrustig

4

Ristun

2

Fylling

3

Ilmprófíll

Blóm & ávextir

UPPRUNI

Kaffi frá austurhluta Zimbabwe.

RISTUN

TAMUKA de ZIMBABWE er ristað í tveimur hlutum. Fyrri skammturinn er léttristaður í stuttan tíma til að laða fram sætuna í kaffinu. Seinni skammturinn er dökkristaður yfir langan tíma og sú ristun kemur á jafnvægi á milli bragðs og ilms ásamt því að gefa kaffinu mýkt.

LÝSING Á BRAGÐI

Margslungið ávaxtabragð kaffisins leiðir í ljós höfuga ilmsinfóníu með rauðum berjum, trönuberjum, kúrennum og þrúgum. Prófaðu TAMUKA de ZIMBABWE sem cappuccino og finndu hvernig mjólk gefur kaffinu rjómakennda, mjúka áferð og dregur fram sætleika karamellu og kaffis.

Við sendum kaffið heim

Ef þú pantar fyrir 10.000 kr. eða meira greiðir þú engan sendingarkostnað.

Endurvinnsla

Við tökum á móti notuðum hylkjum til endurvinnslu um allt land.

Fáðu pöntunina í kvöld

Pantanir á höfuðborgarsvæðinu sem berast fyrir kl. 11 eru afhentar samdægurs milli kl. 17 og 22.

TAMUKA mu ZIMBABWE

TAMUKA mu ZIMBABWE

MJÚKUR OG LÉTTRISTAÐUR

929 kr

10 hylki í lengju

lengja
lengjur

Nespresso

Klúbburinn

Nespresso klúbbmeðlimir eru fyrstir að vita af nýjum vörum, og þá sérstaklega sértilboðum og sértegundum kaffi, sem koma í sölu í litlu magni og aðeins í ákveðinn tíma.