AMAHA awe UGANDA

AMAHA awe UGANDA

DÖKKRISTAÐUR OG KRÖFTUGUR

959 kr

10 hylki í lengju

lengja
lengjur

Eiginleikar

AÐ RÆKTA BJARTARI FRAMTÍÐ

Nýju lífi hefur nú verið blásið í rómaða kaffiræktarsvæðið í Rwenzorifjöllunum í Úganda eftir hræðilegar afleiðingar loftslagsbreytinga. Með verkefni Nespresso, REVIVING ORIGINS hefur verið stutt við framkvæmdaáætlanir um þjálfun í jarðræktarfræði og sjálfbærum landbúnaði til að hjálpa til við að endurlífga svæði sem var einu sinni þekkt fyrir frjósama jörð og næga úrkomu. Við höfum unnið með yfir 2000 smábændum að því að þróa góða landbúnaðarhætti sem leiða til hágæða uppskeru og bætts lífsviðurværis.

Verkefnið gerir bændum kleift að rækta Amaha awe Uganda, höfugt espressokaffi með náttúrulegum sérkennum sem ber með sér sjaldgæfa og fágaða tóna af sandalviði undirstrikaða af fínlegum blómakeimi.

Við stefnum að því að færa þér meira af þessu ljúffenga kaffi á hverju ári og bæta þar með hag bændanna og styrkja samfélagið. Hver sopi sem þú nýtur snertir líf hundruða og býður að auki upp á magnaða bragðupplifun.

INNIHALD OG OFNÆMISVALDAR
Inniheldur: 10 hylki af Amaha awe Uganda með ristuðu og möluðu kaffi fyrir NESPRESSO kerfið. Pakkað í vernduðu umhverfi. 
Nettóþyngd: 55 g - 1.94 oz
Framleitt í Swiss: Nestlé Nespresso S.A. Av.d'Ouchy 4-6. CH - 1006 Lausanne. Switzerland

Styrkleiki

8

Bollastærð

Beiskja

4

Sýrustig

2

Ristun

2

Fylling

4

Ilmprófíll

Kraftmikið

UPPRUNI

Kaffi frá Rwenzorifjöllunum í vesturhluta Úganda.

RISTUN

Amaha awe Uganda er ristað í tvennu lagi. Fyrri skammturinn er dökkristaður til að fá fram fyllingu, margbreytileika og til að ná jafnvægi á milli óhaminna tóna sem eru afleiðing af náttúrulegu þurrkunarferli. Seinni skammturinn er ristaður þar til hann verður meðaldökkur og það gerir okkur kleift að kanna ávaxtakenndan kryddkeiminn sem er sérkenni baunanna.

LÝSING Á BRAGÐI

Þetta höfuga espressokaffi ber með sér fágaðan blómablæ sem er undirstrikaður af krydduðum og einstaklega sjaldgæfum tónum sandalviðar. Prófaðu Amaha awe Uganda með mjólk sem Latte Macchiato til að töfra fram kaffidrykk sem er í senn sætur og í góðu jafnvægi með alhliða samsetningu, keim af sætu kexi og einstökum ávaxtatónum.

Við sendum kaffið heim

Ef þú pantar fyrir 10.000 kr. eða meira greiðir þú engan sendingarkostnað.

Endurvinnsla

Við tökum á móti notuðum hylkjum til endurvinnslu um allt land.

Fáðu pöntunina í kvöld

Pantanir á höfuðborgarsvæðinu sem berast fyrir kl. 11 eru afhentar samdægurs milli kl. 17 og 22.

AMAHA awe UGANDA

AMAHA awe UGANDA

DÖKKRISTAÐUR OG KRÖFTUGUR

959 kr

10 hylki í lengju

lengja
lengjur

Nespresso

Klúbburinn

Nespresso klúbbmeðlimir eru fyrstir að vita af nýjum vörum, og þá sérstaklega sértilboðum og sértegundum kaffi, sem koma í sölu í litlu magni og aðeins í ákveðinn tíma.