Styrkleiki
6
Lífrænt ræktað kaffi.
Ræktað með lífrænum aðferðum af vandvirkni og alúð smábænda í Perú.
Við fórum alla leið til afskekktra svæða í Perú í leit að fínustu lífrænt vottuðu Arabica-kaffibaununum. Úr alfaraleið í hæðum Andesfjallanna fundum við þær. Kaffiplönturnar njóta góðs af vandvirkni og alúð smábænda og eru ræktaðar með lífrænum aðferðum sem hafa erfst frá kynslóð til kynslóðar. Perú Organic er ristað þannig að bæði komi fram ferskur, safaríkur sýrublær ásamt fínlegu bragði ávaxta og mjúkur keimur af ristuðu korni setur punktinn yfir i-ið.
Í Perú teygja Andesfjöllin sig frá norðri til suðurs og skilja þurrlendi strandhéraðanna frá hitabeltisregnskóginum. Þar vaxa kaffiplöntur, hátt uppi í Andesfjöllunum, á milli 1000 og 2100 m hæð yfir sjávarmáli. Á þessum slóðum er heittemprað loftslag þar sem hátt rakastig og hæð landsins auka gæði kaffibaunanna.
Styrkleiki
6
Bollastærð
Beiskja
3
Sýrustig
4
Ristun
3
Fylling
3
Eftir að hafa lagt svona mikið á sig við að finna besta lífræna kaffið í Perú var eðlilegt að sýna sömu gaumgæfni við brennslu á baununum. Perú Organic kemur frá afmörkuðum stað og er brennt í tveimur áföngum til að ná fram margbrotnum bragðgæðum sem hafna að lokum í kaffibolla. Brennslan er létt og undirstrikar bjarta og mjúka eiginleika blöndunnar og dregur um leið fram framandi ávaxtatóna.
Perú Organic er ávaxtakennt kaffi með undirliggjandi grænum jurtatónum. Fínlegur sýrukeimur kaffisins gefur bragðinu af ristuðu sætu korni fullkomið mótvægi.
Ef þú pantar fyrir 12.500 kr eða meira þá borgar þú engan sendingarkostnað
Pantanir til afhendingar á höfuðborgarsvæðinu eru keyrðar út af Nespresso bílnum
Pantanir á höfuðborgarsvæðinu sem berast fyrir miðnætti eru afhentar næsta virka dag
Lífrænt ræktað kaffi.