LATTISSIMA TOUCH

Með Lattissima Touch tekur örskotsstund að útbúa ómótstæðilegt ristretto, espresso, lungo, cappuccino, latte macchiato eða heita mjólkurfroðu sem hægt er að nota í ótal kaffi- og mjólkuruppskriftir.

44.995 kr

Eiginleikar

Með Lattissima Touch tekur örskotsstund að útbúa ómótstæðilegt ristretto, espresso, lungo, cappuccino, latte macchiato eða heita mjólkurfroðu sem hægt er að nota í ótal kaffi- og mjólkuruppskriftir.

Espresso, Lungo & Ristretto
25 sek upphitunartími
Slekkur á sér sjálf
17.3 x 32 x 25.8 (b x d x h)
1400 W
0,9 lítra vatnstankur

Litur

Nánari upplýsingar

Lattissima Touch er einstakt kerfi sem er sett af stað með einni snertingu. Með Lattissima Touch er hægt að útbúa sex uppskriftir með því að ýta á einn hnapp. Þú getur því notið fjölmargra kaffi- og mjólkuruppskrifta án þess að yfirgefa heimilið.

Það tekur bara örskotsstund að útbúa ómótstæðilegt ristretto, espresso, lungo, cappuccino, latte macchiato eða heita mjólkurfroðu sem hægt er að nota í ótal kaffi- og mjólkuruppskriftir. Hægt er að nota stillihnappinn fyrir mjólkurfroðuna til að breyta áferð froðunnar eftir smekk hvers og eins.

Hægt er að stilla bollabakkann til að nota bolla og glös af ýmsum stærðum. Mjólkurílátið má geyma í ísskáp eða taka það í sundur og þvo í uppþvottavél. 19 bara háþrýstidælan er lykillinn að því að ná öllu bragði og ilmi úr hverju kaffihylki og búa til einstaklega þétta og ljúffenga froðu. Hraðvirkt hitunarkerfið nær réttum hita á aðeins 40 sekúndum (25 sekúndum ef aðeins er um kaffi að ræða).

Vélin gefur frá sér viðvörun í samræmi við vatnshörkustillinguna (5 stillingar) og áfestanlega afkölkunarleiðslan gerir afkölkunina enn auðveldari. Til að spara orku slokknar sjálfkrafa á vélinni þegar hún hefur verið óvirk í níu mínútur (stillanlegt). 

Heimsending

Ef þú pantar fyrir 7.500 kr. eða meira þá borgar þú engan sendingarkostnað.

Nespresso heimsending

Pantanir til afhendingar á höfuðborgarsvæðinu eru keyrðar út af Nespresso bílnum. Bílstjóri tekur á móti notuðum hylkjum til endurvinnslu.

Fáðu vöruna á morgun

Pantanir á höfuðborgarsvæðinu sem berast fyrir miðnætti eru afhentar næsta virka dag.

Nespresso

Klúbburinn

Nespresso klúbbmeðlimir eru fyrstir að vita af nýjum vörum, og þá sérstaklega sértilboðum og sértegundum kaffi, sem koma í sölu í litlu magni og aðeins í ákveðinn tíma.