KAZAAR

KAZAAR

Einstaklega sterkt og sírópskennt

699 kr

10 hylki í lengju

lengja
lengjur

Eiginleikar

Djörf blanda sem inniheldur Robustas frá Brasilíu og Gvatemala, sérútbúið fyrir Nespresso, og sérristað Arabica frá Suður-Ameríka. Kazaar er einstaklega öflug kaffiblanda. Öflug beiskja og pipartónar eru áberandi, auk þykkrar og rjómakenndrar áferðar. 

UPPRUNI

Conilon Robusta baunir frá Brasilíu, sérstaklega sólþurrkaðar fyrir Nespresso, og þvegnar Robusta-baunir veita blöndunni mikinn bragðstyrk, en án hvassa bragðsins sem fylgir gjarnan Robusta-baunum. Þvegnar Arabica-baunir frá Suður-Ameríku veita blöndunni aukna mýkt.  

RISTUN

Sérfræðingar Nespresso kjósa að sérrista baunirnar til að ilmeinkenni hvers upprunasvæðis fái að njóta sín til hins ýtrasta. Robusta-baunirnar eru snöggristaðar við mikinn hita til að kalla fram mikla beiskju og fyllingu, en Arabica-baunirnar eru ristaðar lengur og við vægari hita til að undirstrika fínni blæbrigði og náttúrulega sætu þeirra. 

ILMPRÓFÍLL

Kazaar er einstaklega kröftugt kaffi. Þetta er Ristretto með mikilli fyllingu og áberandi ristuðum bragðtónum. Í bollanum eru beiskja og pipartónar áberandi, auk þykkrar og rjómakenndrar áferðar.

Styrkleiki

12

Bollastærð

Beiskja

4

Sýrustig

1

Ristun

5

Fylling

5

Ilmprófíll

Kraftmikið

BÆTTU MJÓLK Í BOLLANN

Ljúfur súkkulaðikeimur bætist við ristað og beiskt bragð Kazaar þegar mjólk er bætt við.

CAPPUCCINO

Bragðstyrkur ristuðu Kazaar-blöndunnar varðveitist fullkomlega þegar hún er drukkin sem cappuccino.

LATTE MACCHIATO

Þessi hárfína blanda af ristunarbragði og kextónum hefur lúmskt eftirbragð og ljúffengan karamellukeim. Punkturinn yfir i-ið er svo silkimjúk froðan.

Frí heimsending

Ef þú pantar fyrir 11.500 kr eða meira þá borgar þú engan sendingarkostnað

Nespresso heimsending

Pantanir til afhendingar á höfuðborgarsvæðinu eru keyrðar út af Nespresso bílnum

Fáðu vöruna á morgun

Pantanir á höfuðborgarsvæðinu sem berast fyrir miðnætti eru afhentar næsta virka dag

KAZAAR

KAZAAR

Einstaklega sterkt og sírópskennt

699 kr

10 hylki í lengju

lengja
lengjur

Nespresso

Klúbburinn

Meðlimir Nespresso klúbbsins fá allar fréttir um leið og þær berast. Skráðu þig og fylgstu með frá byrjun.