Styrkleiki
8
FÍNGERT KAFFI MEÐ GÓÐRI FYLLINGU
Ispirazione Venezia er milt kaffi með góðri fyllingu og fíngerðum ilmi sem minnir á nýristaðar kaffibaunir og árdaga ítalskra kaffiviðskipta. Létt ristunin viðheldur fáguðum bragðtónum sem falla saman við bragðmikinn grunninn. Í Feneyjum er ekki hægt að láta fínlegan kornkeiminn og vott af sætri karamellu, sem öllum finnst ljúf, fram hjá sér fara.
Við vildum halda á lofti einstökum uppruna með því að búa til Ispirazione Venezia. Þær kaffibaunir sem hvað mest er flutt inn af til Ítalíu eru Arabica-baunir frá Brasilíu þannig að þær voru útgangspunkturinn. Í þennan grunn var blandað gæða Arabica-kaffibaunum, sem eru ræktaðar í mikilli hæð í Mið og Rómönsku-Ameríku, með malt- og ávaxtakenndu bragði sem springur dásamlega út þegar baunirnar eru ristaðar. Að lokum var nokkrum skoluðum Robusta-baunum frá Afríku bætt við sem bragðauka. Afraksturinn verður fíngert kaffi með góðri fyllingu, í samræmi við feneyska hefð.
Ekki aðeins eru kaffibruggarar í þessari norðurítölsku borg leiknir í kaffiblöndun heldur líka ristunaraðferðum. Kaffi er oft léttristað á norðanverðri Ítalíu. Þess vegna eru baunirnar í Ispirazione Venezia meðalristaðar, sem er minni ristun en viðgengst í suðurhlutanum, en er samt nógu dökk. Þessi ristunaraðferð gefur Ispirazione Venezia fyllingu í bragði og mildan sýrukeim ásamt örlitlum votti af beiskju.
INNIHALD OG OFNÆMISVALDAR
Inniheldur: 10 hylki af Ispirazione Venezia með ristuðu og möluðu kaffi fyrir NESPRESSO kerfið. Arabica og Robusta kaffibaunir. Pakkað í vernduðu umhverfi.
Nettóþyngd: 56g - 1.97 oz
Framleitt í Swiss: Nestlé Nespresso S.A. Av.d'Ouchy 4-6. CH - 1006 Lausanne. Switzerland
Styrkleiki
8
Bollastærð
Beiskja
3
Sýrustig
1
Ristun
4
Fylling
4
Mjólk
Ispirazione Venezia
Möndlusíróp eða það síróp sem þér hugnast best
Rjómi
Mjólk
Dökkt súkkulaði
Kakóduft
• Settu um 5 gr. af dökku súkkulaði og 5 ml. af sírópi í botninn á bollanum
• Helltu 1 espresso af Ispirazione Venezia í bollann
• Bættu 30 ml. af þeyttum rjóma í bollann
• Flóaðu 100 ml. af mjólk og helltu yfir blönduna
• Stráðu ögn af kakó yfir rjómann
NJÓTTU!
Ef þú pantar fyrir 10.000 kr. eða meira greiðir þú engan sendingarkostnað.
Við tökum á móti notuðum hylkjum til endurvinnslu um allt land.
Pantanir á höfuðborgarsvæðinu sem berast fyrir kl. 11 eru afhentar samdægurs milli kl. 17 og 22.
FÍNGERT KAFFI MEÐ GÓÐRI FYLLINGU
Nespresso klúbbmeðlimir eru fyrstir að vita af nýjum vörum, og þá sérstaklega sértilboðum og sértegundum kaffi, sem koma í sölu í litlu magni og aðeins í ákveðinn tíma.