ISPIRAZIONE ROMA

ISPIRAZIONE ROMA

MIKIL FYLLING OG GOTT JAFNVÆGI

859 kr

10 hylki í lengju

lengja
lengjur

Eiginleikar

Ispirazione Roma er léttristaða kaffi með fáguðum ilmi hefur viðar- og kornkeim með vott af sýrubragði.  Þétt og rjómakennt, kröftuglega ristað og með kakókeim. Mýktin gefur því ómótstæðilega rjómakennda flauelsáferð. 

SÉRKENNI

Síðan á dögum Rómarborgar hinnar fornu hafa margar menningarþjóðir haft þar viðkomu. Fjölbreytt siðmenning hefur skilið eftir spor, allt til dagsins í dag, þar sem Rómaborg nútímans byggir enn á sínum mikla sagnaarfi. Þannig má einnig segja að Ispirazione Roma sé flókið á fallegan hátt. Það er hárnákvæmt jafnvægi á milli ristunar, dýptar í viðar- og korntónum, fínleika sýrubragðsins og dásamlegs ilms. 

UPPRUNI

Klassískt rómverskt espresso-kaffi krefst þess að byrjað sé með réttu blönduna. Ómótstæðilegur margbreytileiki Rómarkaffis fæst með blöndu úr 7 hlutum Arabica-bauna og 3 hlutum af Robusta-baunum sem er einkennandi fyrir þennan drykk. Ispirazione Roma var gert með þessa blöndu í huga og úr varð okkar fínlegasta kaffi.

RISTUN

Óvenjulega létt ristun á bragðmiklu kaffi, þar sem djúpur brennslukeimur og vottur af sýrubragði vegur salt, gerir drykkinn dásamlegan. Baunategundirnar í blöndunni eru ristaðar hver í sínu lagi: dökkristaðar baunir frá Brasilíu mynda grunninn og léttristuðum Arabica-baunum frá Mexíkó er bætt við en saman kalla þær fram fínlegan ilminn. Með fínmölun helst fágaður ilmurinn og Ispirazione Roma helst kröftugt en þó milt; rétt eins og saga Rómar sem einnig er full af andstæðum.

INNIHALD OG OFNÆMISVALDAR
Inniheldur: 10 hylki af Ispirazione Roma með ristuðu og möluðu kaffi fyrir NESPRESSO kerfið. Arabica og Robusta kaffibaunir. Pakkað í vernduðu umhverfi. 
Nettóþyngd: 50 g - 1.76 oz
Framleitt í Swiss: Nestlé Nespresso S.A. Av.d'Ouchy 4-6. CH - 1006 Lausanne. Switzerland

Styrkleiki

8

Bollastærð

Beiskja

4

Sýrustig

4

Ristun

3

Fylling

3

Ilmprófíll

Kraftmikið

FYRIR ÞÁ SEM VILJA MJÓLK ÚT Í KAFFIÐ


SKVETTA AF MJÓLK

Lengdu ánægjuna af klassískum espresso með því að bæta við skvettu af mjólk.

CAPPUCCINO

Bættu flóaðri mjólk við espresso, toppaðu með froðu og njóttu bragðsins til fulls.

LATTE MACCHIATO

Leyndar dýptir espresso koma í ljós. Helltu vel af flóaðri mjólk, kórónaðu með þéttri froðu og njóttu aðeins lengur.

Við sendum kaffið heim

Ef þú pantar fyrir 10.000 kr. eða meira greiðir þú engan sendingarkostnað.

Endurvinnsla

Við tökum á móti notuðum hylkjum til endurvinnslu um allt land.

Fáðu pöntunina í kvöld

Pantanir á höfuðborgarsvæðinu sem berast fyrir kl. 11 eru afhentar samdægurs milli kl. 17 og 22.

ISPIRAZIONE ROMA

ISPIRAZIONE ROMA

MIKIL FYLLING OG GOTT JAFNVÆGI

859 kr

10 hylki í lengju

lengja
lengjur

Nespresso

Klúbburinn

Nespresso klúbbmeðlimir eru fyrstir að vita af nýjum vörum, og þá sérstaklega sértilboðum og sértegundum kaffi, sem koma í sölu í litlu magni og aðeins í ákveðinn tíma.