FORTISSIO LUNGO

FORTISSIO LUNGO

ALLIR UM BORÐ

729 kr

10 hylki í lengju

lengja
lengjur

Eiginleikar

Hvernig færðu sterkt og bragðmikið kaffi án þess einfaldlega að dökkrista Robusta-baunir? Fortissio Lungo var tilraun til að leysa þá gátu. Góð byrjun er að finna jafnvægi milli þykkra monsún-Malabar-bauna frá Indlandi með lítilli sýru og nokkurra gerða af kólumbískum Arabica-baunum úr hálendi.

UPPRUNI

Þetta Nespresso-kaffihylki inniheldur Arabica-kaffiblöndu. Og kjölfestan í Fortissio Lungo er monsún-Malabar-kaffibaunin. Á þeim tíma þegar seglskip réðu lögum og lofum í flutningum fengu kaffibaunir frá Indlandi ákveðið bragð úr úthafsloftinu á leið sinni kringum Góðrarvonarhöfða. Í dag endursköpum við þetta mjúka sýrustig og fyllta bragð með því að geyma kaffið í nokkra mánuði við suðvesturströnd Indlands. Monsúnvindar blása í gegnum og umbreyta uppbyggingu baunanna. Við fáum jafnvægi í þetta einstaka bragð með Arabica-baunum úr hálendi Kólumbíu sem eru þekkt fyrir sýrustig sitt og ávaxtakeim.

RISTUN

Arabica-baunirnar sem monsúnvindar hafa leikið um fá dekkri ristun til að draga fram fyllingu þeirra og kornkeim. Léttari ristun á þvegnu kaffibaununum frá Kólumbíu þýðir að fáguð ilmefnin haldast í góðu jafnvægi við Fortissio Lungo. Sérstök mölunaraðferð tryggir að þetta svarta lungo-kaffi helst milt með góðri fyllingu.

ILMPRÓFÍLL

Þessi Arabica-kaffiblanda er jafntraust og djúp og grænu Nespresso-kaffihylkin sem það er geymt í. Styrkur Fortissio Lungo liggur í jafnvægi milli kaffibauna frá ólíkum stöðum, mismunandi vinnsluaðferðum og ristun. Keimur af sætu korni og malti býr undir léttu sýrustigi og líflegri beiskju í þessu lungo-kaffi.

Styrkleiki

8

Bollastærð

Beiskja

3

Sýrustig

2

Ristun

4

Fylling

3

Ilmprófíll

Kraftmikið

BÆTTU MJÓLK Í BOLLANN

Með örlítilli mjólkurlögg verður keimurinn af ristuðu korni meira áberandi og hárfín beiskja, sem og silkimjúkt eftirbragð, kemur í ljós.

LATTE

Með mjólkurfroðunni kemur flókin en þó nákvæm bragðsamsetning Fortissio Lungo í ljós, þar sem ristað korn kallast á við kex og karamellu og fyllingin er mjúk og alltumlykjandi.

Frí heimsending

Ef þú pantar fyrir 11.500 kr eða meira þá borgar þú engan sendingarkostnað

Nespresso heimsending

Pantanir til afhendingar á höfuðborgarsvæðinu eru keyrðar út af Nespresso bílnum

Fáðu vöruna á morgun

Pantanir á höfuðborgarsvæðinu sem berast fyrir miðnætti eru afhentar næsta virka dag

FORTISSIO LUNGO

FORTISSIO LUNGO

ALLIR UM BORÐ

729 kr

10 hylki í lengju

lengja
lengjur

Nespresso

Klúbburinn

Meðlimir Nespresso klúbbsins fá allar fréttir um leið og þær berast. Skráðu þig og fylgstu með frá byrjun.