FOREST FRUIT

FOREST FRUIT

LIMITED EDITION

899 kr

10 hylki í lengju

lengja
lengjur

Eiginleikar

Nú er tíminn fyrir lokkandi bragð FOREST FRUIT. Safaríkur berjailmur rennur í gegnum þennan bragðbætta espressó þegar korneftirbragð suður-amerískra Arabica bauna fær á sig hátíðlegan sætabrauðskeim.

SAGAN

Þegar kaffitrén blómstra boðar það uppruna kaffibaunanna: kaffiberið. Eftir því sem mánuðirnir líða kemur eldrauður litur þroskaðra kaffiberjanna fram og setur svip sinn á dökkgrænt laufskrúðið. Það sama má segja um skógarávextina sem eru eins og gimsteinar sem lýsa upp skógarbotninn í öllum litbrigðum af rauðum, fjólubláum og bláum. Þetta eru gjafirnar sem tréin gefa okkur. FOREST FRUIT FLAVOUR fagnar þessari yndislegu litasprengingu með kaffi sem minnir á skógarbotninn – fullum af runnum sem eru dökkir af þroskuðum berjum, tilbúin fyrir tínsluna. Þetta hátíðlega bragðbætta kaffi færir þér sama safaríka berjailminn í mjúkri kornatónablöndu úr suður-amerískum Arabica-baunum. Ljúfur sætabrauðskeimur er dreginn fram, jafn seðjandi og bragðið af nýbakaðri berjaböku eftir ferðalag fæðusafnarans um stað þar sem skærrauður litur sprettur fram úr hinum dökkgræna. 

Til heiðurs þessara hátíðarlínu, aðstoðar Nespresso við að vernda 10 milljónir trjáa frá því að verða höggvin í Amazon-regnskóginum. Johanna Ortiz, kólumbískur hönnuður og virkur stuðningsmaður í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, kemur þessari hjartans löngun til að vernda tré og náttúru til skila í líflegri og fallegri hönnun sinni á hátíðahylkjunum okkar 2021.

MJÓLK

Þegar þú bætir flóaðri mjólk við espressókaffisopann þinn með skógarávaxtabragði, færir þú sætabrauðskeiminn á næsta stig. Finndu hvernig margbreytilegir sætir skógarberjatónar lyfta þessum rjómakennda cappuccino. 

Bollastærð

Beiskja

3

Sýrustig

3

Ristun

3

Fylling

3

Ilmprófíll

Kraftmikið

BRAGÐLÝSING

Viðarkeimur, piparkrydd og sætir korntónar eru allsráðandi; fíngerð sýra sem glitrar í gegn eins fallega og sólarljós sem skín í gegnum laufþykknið.

UPPRUNI

Finndu bragðið af skóginum með kaffi sem ræktað er í skugga í Kólumbíu og víðar. Framandi viðar- og kryddtónar dansa í gegnum þennan heillandi espressó.

BRENNSLA

Þessi blanda er brennd með því að nota aðskilda ristunartækni (50/50). Fyrri skammturinn er aðeins ljósari og lengri en sá síðari jafnar það út með dekkri brennslu. Niðurstaðan er vel samsett, miðlungsdökk blanda.

INNIHALD OG OFNÆMISVALDAR
Inniheldur: 10 hylki af Forest Almond með ristuðu og möluðu kaffi fyrir NESPRESSO kerfið. Pakkað í vernduðu umhverfi. Náttúruleg berja bragðbæting. Getur innihaldið hverfandi magn af orku, fitu, kolvetnum, próteini og salti.  
Nettóþyngd: 49g
Framleitt í Swiss: Nestlé Nespresso S.A. Av.d'Ouchy 4-6. CH - 1006 Lausanne. Switzerland

Við sendum kaffið heim

Ef þú pantar fyrir 10.000 kr. eða meira greiðir þú engan sendingarkostnað.

Endurvinnsla

Við tökum á móti notuðum hylkjum til endurvinnslu um allt land.

Fáðu pöntunina í kvöld

Pantanir á höfuðborgarsvæðinu sem berast fyrir kl. 11 eru afhentar samdægurs milli kl. 17 og 22.

FOREST FRUIT

FOREST FRUIT

LIMITED EDITION

899 kr

10 hylki í lengju

lengja
lengjur

Nespresso

Klúbburinn

Nespresso klúbbmeðlimir eru fyrstir að vita af nýjum vörum, og þá sérstaklega sértilboðum og sértegundum kaffi, sem koma í sölu í litlu magni og aðeins í ákveðinn tíma.