FOREST BLACK

FOREST BLACK

KRYDDAÐUR ESPRESSO

929 kr

10 hylki í lengju

lengja
lengjur

Eiginleikar

Laufþykknið skýlir FOREST BLACK kaffinu til að varðveita bragðið sem leynist í hverri baun. Uppgötvaðu þessa blöndu af kaffi sem ræktað er í skugga í Kólumbíu og víðar. Kryddaður espressó, framandi viðarkeimurinn fer með þig út í skóginn og hyllir töfra hans og tímaleysi. 

SAGAN

FOREST BLACK er blanda af kaffitegundum sem vaxa allar undir laufþykkni trjánna. Skugginn skýlir kaffitrjánum fyrir beinni sól og skapar svalara umhverfi þar sem ávextirnir þroskast hægar. Hinn hægi vöxtur kaffiberjanna verndar bragðefnin sem síðar koma fram við brennslu og lögun. Þessar kaffitegundir sem ræktaðar eru í skugga á stöðum þar sem þessi aðferð er viðhöfð, bera oft með sér bragð sem minnir þig á skóginn. Flókin blanda, þar sem notuð er aðskilin ristun, af Arabica-baunum frá Kólumbíu, Perú, Gvatemala og Indlandi með framandi viðarkeim og ilm af piparkryddi sem dansa í gegnum þessar kaffitegundir þegar búið er að brenna baunirnar og laga kaffið. 

Til heiðurs þessara hátíðarlínu, aðstoðar Nespresso við að vernda 10 milljónir trjáa frá því að verða höggvin í Amazon-regnskóginum. Johanna Ortiz, kólumbískur hönnuður og virkur stuðningsmaður í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, kemur þessari hjartans löngun til að vernda tré og náttúru til skila í líflegri og fallegri hönnun sinni á hátíðahylkjunum okkar 2021. 

Styrkleiki

7

Bollastærð

Beiskja

3

Sýrustig

2

Ristun

3

Fylling

3

Ilmprófíll

Kraftmikið

BRAGÐLÝSING

Viðarkeimur, piparkrydd og sætir korntónar eru allsráðandi; fíngerð sýra sem glitrar í gegn eins fallega og sólarljós sem skín í gegnum laufþykknið.

UPPRUNI

Finndu bragðið af skóginum með kaffi sem ræktað er í skugga í Kólumbíu og víðar. Framandi viðar- og kryddtónar dansa í gegnum þennan heillandi espressó.

BRENNSLA

Þessi blanda er brennd með því að nota aðskilda ristunartækni (50/50). Fyrri skammturinn er aðeins ljósari og lengri en sá síðari jafnar það út með dekkri brennslu. Niðurstaðan er vel samsett, miðlungsdökk blanda.

INNIHALD OG OFNÆMISVALDAR
Inniheldur: 10 hylki af  Forest Black með ristuðu og möluðu kaffi fyrir NESPRESSO kerfið. Pakkað í vernduðu umhverfi. 
Nettóþyngd: 53g
Framleitt í Swiss: Nestlé Nespresso S.A. Av.d'Ouchy 4-6. CH - 1006 Lausanne. Switzerland

Við sendum kaffið heim

Ef þú pantar fyrir 10.000 kr. eða meira greiðir þú engan sendingarkostnað.

Endurvinnsla

Við tökum á móti notuðum hylkjum til endurvinnslu um allt land.

Fáðu pöntunina í kvöld

Pantanir á höfuðborgarsvæðinu sem berast fyrir kl. 11 eru afhentar samdægurs milli kl. 17 og 22.

FOREST BLACK

FOREST BLACK

KRYDDAÐUR ESPRESSO

929 kr

10 hylki í lengju

lengja
lengjur

Nespresso

Klúbburinn

Nespresso klúbbmeðlimir eru fyrstir að vita af nýjum vörum, og þá sérstaklega sértilboðum og sértegundum kaffi, sem koma í sölu í litlu magni og aðeins í ákveðinn tíma.