FOREST ALMOND

FOREST ALMOND

LIMITED EDITION

899 kr

10 hylki í lengju

lengja
lengjur

Eiginleikar

Við laumuðum í FOREST ALMOND FLAVOUR sætu, hnetukenndu bragði inn í suður-amerísku Arabica baunirnar í þessu espressókaffi. Búðu þig undir að finna möndlutóna sem einkennast af vanillu og léttum ávöxtum ásamt mjúkum kornkeim.

SAGAN

Að safna hnetum, af runnum eða trjám, getur verið erfiðisvinna. Það er jafn krefjandi að uppskera baunirnar sem eru inni í kjötmiklum ávöxtum kaffiberjanna. En gleðin í kjölfarið er vinnunnar virði. Þær gjafir sem trén gefa okkur eru mikils virði. FOREST ALMOND bragðið hyllir bæði uppskeruna sem skógurinn veitir okkur og ljúffengan og flókinn hnetuilminn sem finnst í mörgum hágæða kaffitegundum víða í kaffibeltinu. Náttúrulegt kornbragð þessarar suður-amerísku Arabica-blöndu er óður til uppskerutímabilsins. Saman við þetta mjúka og kunnuglega bragð blandast möndlur, keimur af vanillu og létt ávaxtabragð. 

Til heiðurs þessara hátíðarlínu, aðstoðar Nespresso við að vernda 10 milljónir trjáa frá því að verða höggvin í Amazon-regnskóginum. Johanna Ortiz, kólumbískur hönnuður og virkur stuðningsmaður í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, kemur þessari ástríðu sinni til að vernda tré og náttúru til skila í líflegri og fallegri hönnun sinni á hátíðahylkjunum okkar 2021.

MJÓLK

Með sinni sætu og rjómalöguðu áferð er hægt að bæta flóaðri mjólk út í þennan bragðbætta espresso og fá syndsamlega góðan cappuccino með fíngerðum möndlukeim og vanillutónum.

Bollastærð

Beiskja

3

Sýrustig

3

Ristun

3

Fylling

3

Ilmprófíll

Kraftmikið

BRAGÐLÝSING

Hvar endar bragðið og hvar byrjar kryddilmur Arabica-baunanna? Þetta espressó er barmafullt af möndluilmi, sætu hnetubragði, vanillu og léttum ávaxtakeim.

UPPRUNI

FOREST ALMOND FLAVOUR er uppáhald fæðusafnarans í vetur. Við laumuðum sætu, hnetukenndu bragði inn í suður-amerísku Arabica-baunirnar í þessu espressókaffi. Búðu þig undir að finna möndlutóna sem einkennast af vanillu og léttum ávöxtum ásamt mjúkum kornkeim kaffisins okkar.

BRENNSLA

Brennslan er í tvennu lagi; brasilíska kaffið er léttristað til að halda því flauelsmjúku og varðveita alla möltuðu korntónana, en kólumbísku kaffibaunirnar fá stutta brennslu til að laða fram öll fínni blæbrigðin í bragðinu. Að lokum eru baunirnar fínmalaðar til að fá svolítinn bragðstyrk í þetta vel samsetta kaffi.

INNIHALD OG OFNÆMISVALDAR
Inniheldur: 10 hylki af Forest Almond með ristuðu og möluðu kaffi fyrir NESPRESSO kerfið. Pakkað í vernduðu umhverfi. Náttúruleg möndlu bragðbæting. Getur innihaldið hverfandi magn af orku, fitu, kolvetnum, próteini og salti.  
Nettóþyngd: 49g
Framleitt í Swiss: Nestlé Nespresso S.A. Av.d'Ouchy 4-6. CH - 1006 Lausanne. Switzerland

Við sendum kaffið heim

Ef þú pantar fyrir 10.000 kr. eða meira greiðir þú engan sendingarkostnað.

Endurvinnsla

Við tökum á móti notuðum hylkjum til endurvinnslu um allt land.

Fáðu pöntunina í kvöld

Pantanir á höfuðborgarsvæðinu sem berast fyrir kl. 11 eru afhentar samdægurs milli kl. 17 og 22.

FOREST ALMOND

FOREST ALMOND

LIMITED EDITION

899 kr

10 hylki í lengju

lengja
lengjur

Nespresso

Klúbburinn

Nespresso klúbbmeðlimir eru fyrstir að vita af nýjum vörum, og þá sérstaklega sértilboðum og sértegundum kaffi, sem koma í sölu í litlu magni og aðeins í ákveðinn tíma.