Styrkleiki
9
BRAGÐSTERKT OG RJÓMAKENNT KAFFI
Ispirazione Firenze Arpeggio er þétt og rjómakennt, kröftuglega ristað og með kakókeim. Mýktin gefur því ómótstæðilega rjómakennda flauelsáferð.
Arpeggio kom fram á sjónarsviðið 1993 og hefur síðan þá verið uppáhaldi hjá viðskiptavinum okkar og margoft unnið í bragðkönnunum. Við hönnuðum Ispirazione Firenze Arpeggio til þess að halda í heiðri menningu borgarinnar en þar sameinast áhrif úr hinu ljósa norðri og dökka suðri. Svona meistaraverk getur eingöngu komið beint frá hjartanu eða eins og í þessu tilfelli frá Flórens, hjarta menningar og listar á Ítalíu.
Kröftug Arabica-blanda sem byggist á kaffi frá Kosta Ríka. Kaffið frá Kosta Ríka er í raun maltkennt en fær í sig kakókeim við þá miklu ristun sem einkennir þessa blöndu. Hún er einstaklega rjómakennd og mjúk, þökk sé nákvæmri mölun og skömmtun.
Kröftug ristun kaffibaunanna dregur fram séreiginleika hverrar tegundar fyrir sig. Víst er þetta blanda en hver kaffitegund fær að njóta sín í bollanum. Maltbragðið umbreytist í kakókeim sem gefur þessu espresso-kaffi sinn brag.
INNIHALD OG OFNÆMISVALDAR
Inniheldur: 10 hylki af Ispirazione Firenze Arpeggio með ristuðu og möluðu kaffi fyrir NESPRESSO kerfið. Pakkað í vernduðu umhverfi.
Nettóþyngd: 53 g - 1.86 oz
Framleitt í Swiss: Nestlé Nespresso S.A. Av.d'Ouchy 4-6. CH - 1006 Lausanne. Switzerland
Styrkleiki
9
Bollastærð
Beiskja
4
Sýrustig
2
Ristun
4
Fylling
4
Hunang, furuhnetur og brakandi biscotti einkenna þessa Latte Macchiato uppskrift sem passar svo prýðilega við Flórens.
Mjólk
Ispirazione Firenze Arpeggio
Hunang
Cantuccini
Furuhnetur
• Flóaðu 100 ml. af mjólk og helltu í bolla
• Bættu 1 espresso af Ispirazione Firenze Arpeggio í bollann
• Stráðu furuhnetum og muldu Cantuccini yfir mjólkina
• Toppaðu með hunangi
NJÓTTU!
Ef þú pantar fyrir 10.000 kr. eða meira greiðir þú engan sendingarkostnað.
Við tökum á móti notuðum hylkjum til endurvinnslu um allt land.
Pantanir á höfuðborgarsvæðinu sem berast fyrir kl. 11 eru afhentar samdægurs milli kl. 17 og 22.
BRAGÐSTERKT OG RJÓMAKENNT KAFFI
Nespresso klúbbmeðlimir eru fyrstir að vita af nýjum vörum, og þá sérstaklega sértilboðum og sértegundum kaffi, sem koma í sölu í litlu magni og aðeins í ákveðinn tíma.