ESPERANZA de COLOMBIA

ESPERANZA de COLOMBIA

ÞÉTTUR OG BRAGÐGÓÐUR

899 kr

10 hylki í lengju

lengja
lengjur

Eiginleikar

HÉR GRÆR VONIN

Viðvarandi átök í hálfa öld í kólumbíska héraðinu Caquetá neyddu bændur til að yfirgefa lönd sín. Nýtt friðartímabil hefur loks ýtt af stað blómlegu nýju skeiði fyrir kaffiræktun á svæðinu. Alveg frá undirritun friðarsamkomulags árið 2016 hefur með verkefni Nespresso, REVIVING ORIGINS verið unnið að því styðja við þúsundir bænda með því að sjá þeim fyrir verkfærum, vinnslubúnaði og sérfræðiþekkingu. Árangurinn lét ekki á sér standa. Esperanza de Colombia er höfugt Arabica-kaffi í góðu jafnvægi með fínum sýrukeimi og mildum ávaxtatóni.

Við miðum að því að færa þér meira af þessu ljúffenga kaffi á hverju ári og bæta þar með hag og styrk bændanna í Caquetá. Hver bolli sem þú nýtur hjálpar okkur við að leggja okkar af mörkum til búnaðarins, þjálfunarinnar og þeirra úrræða sem bændasamfélagð þarfnast til að öðlast betri framtíð. Glæddu því hvern kaffibolla auknu mikilvægi og finndu bragð af því sem kaffi getur áorkað.

INNIHALD OG OFNÆMISVALDAR
Inniheldur: 10 hylki af Esperanza de Colombia með ristuðu og möluðu kaffi fyrir NESPRESSO kerfið. Pakkað í vernduðu umhverfi. 
Nettóþyngd: 53 g - 1.86 oz
Framleitt í Swiss: Nestlé Nespresso S.A. Av.d'Ouchy 4-6. CH - 1006 Lausanne. Switzerland

Styrkleiki

5

Bollastærð

Beiskja

3

Sýrustig

3

Ristun

3

Fylling

3

Ilmprófíll

Blóm & ávextir

UPPRUNI

Kaffiblanda frá Caquetá í Kólumbíu.

RISTUN

Esperanza de Colombia fer í gegnum tvöfalda ristun. Fyrri skammturinn nær fram sérkennum blöndunnar og upphaflegum ljósum lit hennar. Seinni skammturinn er ristaður í styttri tíma og hann gerir blönduna örlítið dekkri. Hún gefur kaffinu sitt milda yfirbragð og ávaxtabragðið sem einkennir það.

LÝSING Á BRAGÐI

Alhliða kaffi í dásamlegu jafnvægi með angan af gulum ávöxtum og léttum kornkeimi.

Við sendum kaffið heim

Ef þú pantar fyrir 10.000 kr. eða meira greiðir þú engan sendingarkostnað.

Endurvinnsla

Við tökum á móti notuðum hylkjum til endurvinnslu um allt land.

Fáðu pöntunina í kvöld

Pantanir á höfuðborgarsvæðinu sem berast fyrir kl. 11 eru afhentar samdægurs milli kl. 17 og 22.

ESPERANZA de COLOMBIA

ESPERANZA de COLOMBIA

ÞÉTTUR OG BRAGÐGÓÐUR

899 kr

10 hylki í lengju

lengja
lengjur

Nespresso

Klúbburinn

Nespresso klúbbmeðlimir eru fyrstir að vita af nýjum vörum, og þá sérstaklega sértilboðum og sértegundum kaffi, sem koma í sölu í litlu magni og aðeins í ákveðinn tíma.