DHARKAN

DHARKAN

SEILST DJÚPT

779 kr

10 hylki í lengju

lengja
lengjur

Eiginleikar

Dharkan er óslípaður demantur. Undir yfirborði þessara Arabica-bauna frá Rómönsku-Ameríku og Asíu er löng ristun við lágt hitastig – hún afhjúpar bragðstyrk kaffisins, þróar keim sem minnir á kakó og ristað korn, og langvarandi eftirbragð.

UPPRUNI

Löng ristun Dharkan-kaffisins gæti auðveldlega meitlað burtu bragðgersemarnar sem baunin hefur að geyma. Löng leit leiddi okkur hins vegar að sérstökum Arabica-baunum gæddum þeim eiginleikum að geta komið þessum mikla bragðstyrk til skila þrátt fyrir hitann. Við fundum þær á Jövu og við fundum þær á Kosta Ríku. Við fundum kaffibaunir í nokkrum öðrum löndum Rómönsku-Ameríku sem áttu allar eitt sameiginlegt, þær vaxa neðan við 1.400 metra. Sökum þess hvernig sólin verkar á kaffitrén í þessum lægri hæðum þróa þau meiri fituefni í ávöxtunum – það er náttúruleg sólarvörn trjánna, og hún ver einnig baunina í langri ristun.

RISTUN

Þessi kaffiblanda með Arabica-baunum er ristuð við lágt hitastig í langan tíma, sem gefur Dharkan espresso ristuðu korntónana, lágu sýruna og ljúffengu beiskjuna sem þú finnur oft í kaffi með Robusta-baunum.

ILMPRÓFÍLL

Þegar þú seilist undir yfirborðið með Nespresso Dharkan afhjúpar þú margbrotið eðli þess – beiskjuna í þurru kakódufti sem staldrar lengi við og er flauelsmjúkt á tungu þinni.

Styrkleiki

11

Bollastærð

Beiskja

5

Sýrustig

1

Ristun

5

Fylling

4

Ilmprófíll

Kraftmikið

BÆTTU MJÓLK Í BOLLANN

Ef þú drekkur þetta kaffi með mjólk – sem cappuccino eða sem latte macchiato – munt þú uppgötva hnetu- og súkkulaðikennt íburðarmikið lag sem umvefur þennan grafna fjársjóð. Dharkan kaffihylkin eru blanda Arabica-bauna sem sýna þér fram á hversu gott það getur verið að seilast djúpt undir yfirborðið.

Frí heimsending

Ef þú pantar fyrir 11.500 kr eða meira þá borgar þú engan sendingarkostnað

Nespresso heimsending

Pantanir til afhendingar á höfuðborgarsvæðinu eru keyrðar út af Nespresso bílnum

Fáðu vöruna á morgun

Pantanir á höfuðborgarsvæðinu sem berast fyrir miðnætti eru afhentar næsta virka dag

DHARKAN

DHARKAN

SEILST DJÚPT

779 kr

10 hylki í lengju

lengja
lengjur

Nespresso

Klúbburinn

Nespresso klúbbmeðlimir eru fyrstir að vita af nýjum vörum, og þá sérstaklega sértilboðum og sértegundum kaffi, sem koma í sölu í litlu magni og aðeins í ákveðinn tíma.