CREATISTA PRO

Creatista Pro gerir þér kleift að útbúa undursamlegan kaffibolla eins og þér hugnast best. Með einföldum snertiskjá getur þú búið til þína eigin kaffiuppskrift og vistað á vélina svo þú getir notið bollans aftur og aftur. Þú getur sérstillt þinn eigin uppáhalds bolla allt frá Ristretto til Café Latte með því magni af kaffi eða mjólk sem þér líkar best.

114.995 kr

Eiginleikar

Creatista Pro gerir þér kleift að útbúa undursamlegan kaffibolla eins og þér hugnast best. Með einföldum snertiskjá getur þú búið til þína eigin kaffiuppskrift og vistað á vélina svo þú getir notið bollans aftur og aftur. Þú getur sérstillt þinn eigin uppáhalds bolla allt frá Ristretto til Café Latte með því magni af kaffi eða mjólk sem þér líkar best.

Ristretto, Espresso, Lungo & Americano.
Einungis 3 sekúndna upphitunartími
Vélin slekkur á sér sjálfkrafa 9 mínútum eftir að hún var notuð síðast
Fjölbreytt úrval af mjólkuruppskriftum og mjólkurfroðu með ólíkri áferð
Ummál (cm): 20 x 43 x 33 (b x d x h)
2300 W
2 lítra vatnstankur

Litur

Nánari upplýsingar

Þökk sé tvöföldu hita elementi má laga kaffi og útbú heita mjólkufroðu samtímis. Það þýðir að hægt er að útbúa 2 cappuccino á innan við 1 mínútu. Vélin hefur auðskilið notendaviðmót með háskerpu snertiskjá sem auðveldar undirbúning, stillingar og viðhald.

Vélin býður upp á úrval mjólkuruppskrifta; Cappuccino, Café Latte, Latte Macchiato, Flat White.  Snertiskjárinn sýnir með einföldum leiðbeiningum hvernig skal útbúa uppskriftinar. Einnig má búa til sína eigin uppskrift og vista á skjáinn svo hægt sé að útbúa sama bolla aftur og aftur.

Með vélinni er einning hægt að útbúa mjólkufroðu með 8 ólíkum áferðarstigum og 11 mjólkurhitastillingum.

Fyrir þá sem kjósa svart kaffi þá eru valmöguleikar fyrir fullkominn svartan kaffibolla allt frá Ristretto til Americano. Hægt er að stilla magn af vatni og vista uppskrift. Einungis heitt vatn er einnig í boði.

Á snertiskjánum má sjá leiðbeiningar fyrir stillingu vélar og viðhald. Auðvelt er að þrífa vélina, ekki síst þar sem gufustúturinn hreinsast sjálfkrafa eftir hverja notkun.
Vélin slekkur sjálfkrafa á sér hefur hún ekki verið notuð í 9 mínútur.

Hönnun er bæði vönduð og sterkbyggð en ytra byrði vélarinnar er úr ryðfríu stáli.

Mjólkurkanna úr ryðfríu stáli með hellistút fylgir vélinni.

Við sendum kaffið heim

Ef þú pantar fyrir 10.000 kr. eða meira greiðir þú engan sendingarkostnað.

Endurvinnsla

Við tökum á móti notuðum hylkjum til endurvinnslu um allt land.

Fáðu pöntunina í kvöld

Pantanir á höfuðborgarsvæðinu sem berast fyrir kl. 11 eru afhentar samdægurs milli kl. 17 og 22.

Nespresso

Klúbburinn

Nespresso klúbbmeðlimir eru fyrstir að vita af nýjum vörum, og þá sérstaklega sértilboðum og sértegundum kaffi, sem koma í sölu í litlu magni og aðeins í ákveðinn tíma.