Styrkleiki
10
STERKT OG RISTAÐ
Cape Town Envivo Lungo hefur komið í stað Envivo Lungo - ný hönnun, nýtt nafn, sama bragðið.
Þessi blanda kynnir þig fyrir ríkjandi kaffismekk í Höfðaborg. Þar sem Suður-Afríka var einu sinni viðkomustaður á gömlu verslunarleiðunum þá mótuðu asískar kaffitegundir smekk heimamanna á kaffi með tímanum.
WORLD EXPLORATIONS Cape Town Envivo Lungo endurspeglar þetta dálæti með blöndu af indverskum arabica- og robusta-baunum. Það skilaði sér í kröftugasta Lungo-kaffinu okkar - með mikilli fyllingu, skörpum beiskjukeimi og viðarkenndum tónum.
Drekktu það eins og heimamaður myndi gera: Bættu mjólkurlögg í kaffibollann til að ná fram mjúka, ristaða bragðkeimnum.
Cape Town Envivo Lungo býður upp á líflega krydd- og viðarkennda tóna með miklu bragði sem á uppruna sinn í kröftugum robusta-baunum.
80% AF ÁLINU Í HYLKJUNUM ER ÚR ENDURUNNU ÁLI.
INNIHALD OG OFNÆMISVALDAR
Inniheldur: 10 hylki af Cape Town Envivo Lungo með ristuðu og möluðu kaffi fyrir NESPRESSO kerfið. Arabica og Robusta kaffibaunir. Pakkað í vernduðu umhverfi.
Nettóþyngd: 55 g - 1.94 oz
Framleitt í Swiss: Nestlé Nespresso S.A. Av.d'Ouchy 4-6. CH - 1006 Lausanne. Switzerland
Styrkleiki
10
Bollastærð
Beiskja
4
Sýrustig
1
Ristun
5
Fylling
4
Lungo-kaffið okkar er búið til úr kröftugri blöndu indverskra arabica- og robusta-bauna. Með meðalristuðum, blautverkuðum mexíkóskum robusta-baunum fæst mikil fylling en dökkristaðar indverskar arabica-baunir bæta skörpum beiskjukeimi við og auðkenndum indverskum viðarkenndum tónum.
Bæði indverskar og mexíkóskar robusta-baunir eru meðalristaðar en aðskildar til að ná betri árangri. Arabica-baunirnar eru ristaðar örlítið meira til að laða fram aukabragð.
Mildaðu sterkt bragðið af Cape Town Envivo Lungo með mjólk. Prófaðu það sem latte og finndu hvernig töfrandi piparkökukeimur og bragðið af brenndum sykri fær á sig silkikennda áferð sem gerir drykkinn að fullkomnu morgunkaffi.
Ef þú pantar fyrir 10.000 kr. eða meira greiðir þú engan sendingarkostnað.
Við tökum á móti notuðum hylkjum til endurvinnslu um allt land.
Pantanir á höfuðborgarsvæðinu sem berast fyrir kl. 11 eru afhentar samdægurs milli kl. 17 og 22.
STERKT OG RISTAÐ
Nespresso klúbbmeðlimir eru fyrstir að vita af nýjum vörum, og þá sérstaklega sértilboðum og sértegundum kaffi, sem koma í sölu í litlu magni og aðeins í ákveðinn tíma.