Styrkleiki
4
SÆTT OG KORNKENNT
Sem draumastaður fyrir sanna matgæðinga er Buenos Aires hápunktur fjörlegrar matarmenningar. Hér er sætan alltumlykjandi og kaffi er engin undantekning - sætt og silkimjúkt skal það vera.
WORLD EXPLORATIONS Buenos Aires Lungo koma saman vandlega ristaðar kólumbískar arabica-baunir og robusta-baunir frá Úganda sem skilar sér í kaffi með ákveðnu kornbragði og sætum poppkornstónum. Virðingarvottur við dálæti heimamanna á mjúku Lungo-kaffi.
Drekktu það eins og heimamaður myndi gera: Bættu við góðum skammti af mjólk og sykri að vild í Lungo-bollann þinn og njóttu góðgerðanna.
Buenos Aires Lungo er kryddkennd blanda í góðu jafnvægi með hnetukenndum korntónum, nægu sætubragði og einkennandi poppkornskeim.
80% AF ÁLINU Í BUENOS AIRES LUNGO ER ENDURUNNIÐ ÁL.
INNIHALD OG OFNÆMISVALDAR
Inniheldur: 10 hylki af Buenos Aires Lungo með ristuðu og möluðu kaffi fyrir NESPRESSO kerfið. Arabica og Robusta kaffibaunir. Pakkað í vernduðu umhverfi.
Nettóþyngd: 56 g - 1.97 oz
Framleitt í Swiss: Nestlé Nespresso S.A. Av.d'Ouchy 4-6. CH - 1006 Lausanne. Switzerland
Styrkleiki
4
Bollastærð
Beiskja
1
Sýrustig
2
Ristun
1
Fylling
1
Búið til úr blautverkuðum kólumbískum arabica-baunum, sem koma með létt ávaxtakennt sýrubragð, og robusta-baunum frá Úganda sem laða fram maltkennt kornbragð og sæta poppkornstóna í blöndunni.
Baunirnar eru ristaðar stig af stigi í tveimur lotum til að tryggja að létt bragðið varðveitist. Seinni hlutinn er minni en er ristaður aðeins lengur til að fá fram kraft og fyllingu í bragðið.
Ef mjólk er bætt við Buenos Aires Lungo ýtir það undir korn- og poppkornstónana og nær fram kaffi sem er í góðu jafnvægi og með léttari fyllingu.
Ef þú pantar fyrir 10.000 kr. eða meira greiðir þú engan sendingarkostnað.
Við tökum á móti notuðum hylkjum til endurvinnslu um allt land.
Pantanir á höfuðborgarsvæðinu sem berast fyrir kl. 11 eru afhentar samdægurs milli kl. 17 og 22.
SÆTT OG KORNKENNT
Nespresso klúbbmeðlimir eru fyrstir að vita af nýjum vörum, og þá sérstaklega sértilboðum og sértegundum kaffi, sem koma í sölu í litlu magni og aðeins í ákveðinn tíma.