Jákvæði bollinn
Við trúum því að hver Nespresso-bolli skapi aukin verðmæti fyrir samfélagið og umhverfið.
Jákvæði bollinn er átak sem styður við aukna sjálfbærni í kaffiræktun og kaffineyslu.
KAFFI: 100% SJÁLFBÆRNI Í KAFFIRÆKTUN
Nespresso fór af stað með verkefnið AAA Sustainable QualityTM árið 2003, í samstarfi við The Rainforest Alliance. Síðan þá hafa rúmlega 70 þúsund kaffibændur gengið til liðs við verkefnið.
Nú eru yfir 93% af græna kaffinu okkar fengin í gegnum AAA-verkefnið. Við munum líka styðja bændur í að ná háum vottunarstöðlum á sviði vatnsgæðaeftirlits, líffræðilegrar fjölbreytni og sanngjarnrar meðferðar á starfsfólki, auk þess að leita nýstárlegra lausna varðandi velferð bænda.
Sjálfbæra virðiskeðjan okkar
- 100% ábyrg kaffiræktun
- Sjálfbært ál
- Kolefnisskilvirk starfsemi
UMHVERFISVERND LEIÐIR AF SÉR BETRA KAFFI
Við trúum því að stuðningur við bændur og umhverfisvernd hafi bein áhrif á gæði kaffisins, nú og til lengri tíma. Þess vegna hvetjum við kaffiræktendur til að standa vörð um plöntu- og dýralíf, draga úr jarðvegseyðingu og nýta vatn með skilvirkum hætti.
KAFFIBÆNDUR ERU BURÐARÁS VERKEFNISINS
Kaffibændur sem framleiða hágæðakaffi eru okkur gríðarlega mikilvægir. Áætlunin tryggir smábændum okkar arð sem er hærri en markaðsverð og veitir þeim þjálfun og stuðning við að rækta sjálfbærar baunir, í framúrskarandi að gæðum.
LOFTSLAG: 100% KOLEFNISSKILVIRK STARFSEMI
Frá árinu 2009 höfum við minnkað kolefnisfótspor hvers bolla af Nespresso yfir 20% og stefnt að því að lækka hlutfallið um 10% til viðbótar fyrir 2020. Auk þess mun Nespresso standa að umfangsmikilli skógræktaráætlun þar sem markmiðið er að auka viðnám gegn loftslagsbreytingum og minnka kolefnisfótspor af starfsemi Nespresso enn frekar. Markmiðið var að ná 100% kolefnisskilvirkri starfsemi fyrir 2022 og hefur því nú verið náð.
ÁL: 100% ÁBYRGÐ Í NOTKUN ÁLS
Einstöku álhylki Nespresso veita fullkomna vernd fyrir ferskleika og ilm kaffisins. Þá er hægt að endurvinna álið endalaust án þess að það tapi eiginleikum, svo notuð hylki eignast nýtt líf.
Við endurnýtum Nespresso-hylkin sem fyrirtækið safnar og gerum úr þeim ný. Nespresso hyggst einnig afla alls nýs efnis í álhylki í samræmi við nýja staðalinn Aluminium Stewardship Initiative Standard. Staðalinn er verið að þróa í átaki hagsmunaaðila undir forystu IUCN, heimssamtaka um náttúruvernd.
Þú getur tekið þátt í að endurvinna álið með okkur, lestu um það hér.