Um Nespresso

Nespresso býður uppá hágæða kaffi og  er frumkvöðull á sínu sviði,  þar sem fyrirtækið hefur verið leiðandi í meira en 30 ár . Vörumerkið stendur fyrir einstök gæði og er mikill áhrifavaldur í kaffimenningu heimsins. Núna í desember færir Nespresso út kvíarnar og hefur starfsemi á Íslandi.

Öll hugmyndafræði Nespresso byggist á þeirri einföldu stefnu að gera öllum kleift að útbúa sér bolla af ljúffengu gæðakaffi á heimili sínu, rétt eins og ef atvinnukaffibarþjónn hefði búið hann til. Í gegnum tíðina hefur fyrirtækið fullkomnað þessa hugmynd og í dag er vörumerkið samnefnari fyrir kaffi í álhylkjum í hæsta gæðaflokki og kaffivélar þess hafa getið sér orð fyrir nýstárlega og óvenjulega hönnun sem á sér engan sinn líka í kaffiheiminum. Nespresso kaffivélaranar eru framleiddar af fremstu hönnuðum heims og hafa hlotið fjölda Red Dot verðlauna.

 Allt frá upphafi hefur einkenni vörumerkisins verið Nespresso hylkið.  Nespresso kaffi er pakkað í loftþétt álhylki sem varðveita ferskleika, bragð og ilm kaffisins. Nespresso hylkið er hannað með það fyrir augum að vinna fullkomlega með Nespresso kaffivélum og að það losni úr vélinni á hárréttu augnabliki svo úr verði fullkomið kaffi með þykkri og mjúkri froðu sem einkennir hágæða kaffi.

Sjálfbær þróun er órjúfandi hluti af öllu sem fyrirtækið gerir í allri virðiskeðjunni. Þessi keðja byrjar strax á kaffibauninni og viðleitni fyrirtækisins til að skapa aukin verðmæti fyrir bændur og stuðla að verndun náttúrunnar. Árið 2003 fór Nespresso fór af stað með verkefnið AAA Sustainable Quality, tímamótasamstarfi við náttúrverndarsamtökin The Rainforest Alliance. Markmiðið með verkefninu er að tryggja framboð á kaffi í hæsta gæðaflokki ásamt því að vernda umhverfið og bæta lífskjör kaffibænda og fjölskyldna þeirra.

Stefnt er að því að árið 2020 komi allt að 100% af kaffi fyrirtækisins í gegnum verkefnið AAA Sustainable Quality™. Árið 2016 var hlutfallið þegar komið upp í 80%.

Um Nestlé Nespresso SA

Markmið Nestlé Nespresso SA er að vera leiðandi og setja ný viðmið hvað varðar gæði á kaffi í álhylkjum. Nespresso vinnur með yfir 70.000 bændum í 12 löndum í gegnum verkefnið AAA Sustainable Quality™ sem miðar að því að innleiða sjálfbærar aðferðir á búgörðum og nágrenni þeirra. Verkefninu var ýtt úr vör árið 2003 í samstarfi við The Rainforest Alliance og stuðlar að auknum gæðum og betri nýtingu uppskerunnar ásamt því að tryggja framboð á kaffi sem ræktað er með sjálfbærum hætti og bæta lífskjör bænda og fjölskyldna þeirra.

Höfuðstöðvar Nespresso eru í Lausanne í Sviss en fyrirtækið er með starfsemi í 69 löndum og hefur yfir 12.000 manns í vinnu.

Á árinu 2016 rak fyrirtækið yfir 600 verslanir. Nespresso-lausnir fyrir fyrirtæki felast í fjölbreytilegu úrvali kaffivéla ásamt óviðjafnanlegri notendaþjónustu sem miðar að því að uppfylla þarfir jafnvel kröfuhörðustu gesta á hótelum og veitingastöðum, sem og öllum öðrum viðskiptavinum Nespresso úr atvinnulífinu um allan heim.

Frekari upplýsingar má nálgast á vefsvæði Nestlé Nespresso: www.nestle-nespresso.com

  

Perroy ehf. - einkarétthafi á dreifingu Nespresso á Íslandi

Perroy ehf., kt. 690517-0350, er með einkarétt á innflutningi og sölu á vörum Nespresso á Íslandi. 

Skrifstofa félagsins er staðsett að Skútuvogi 11a, 104 Reykjavík. Virðisaukaskattsnúmer 129036.

Verslun Nespresso í Kringlunni er staðsett á 2. hæð í Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík.
Verslun Nespresso í Smáralind er staðsett á 1. hæð í Hagasmára 1, 201 Kópavogi.

Símanúmer þjónustuvers er 575 4040. Við erum við frá kl. 9 -17 á virkum dögum.

Nespresso

Klúbburinn

Nespresso klúbbmeðlimir eru fyrstir að vita af nýjum vörum, og þá sérstaklega sértilboðum og sértegundum kaffi, sem koma í sölu í litlu magni og aðeins í ákveðinn tíma.