Sjálfbærni

SJÁLFBÆR SAMFÉLÖG KAFFIBÆNDA

Nespresso AAA Sustainable Quality™ áætluninni var hleypt af stokkunum árið 2003 í samvinnu við samtökin Rainforest Alliance. Hún tryggir Nespresso-neytendum hágæðakaffi um leið og við höfum jákvæð áhrif á bændur, nærsamfélag þeirra og umhverfi.

 

AÐGERÐIR GEGN LOFTSLAGSBREYTINGUM

Nespresso hefur stuðst við mælikvarða LCA (Life Cycle Assessment) frá árinu 2005. Mælikvarðinn greinir og ákvarðar helstu umhverfisáhrif sem hver Nespresso-bolli hefur, allt frá kaffiræktun til neyslu og endurvinnslu. LCA metur áhrif á loftslagsbreytingar, heilsu og vistkerfi, auk notkunar á náttúruauðlindum og vatni.

Samkvæmt samanburðarmati á líftíma mismunandi neysluforma eru umhverfisáhrif forskammtaðs kaffis þau sömu og áhrifin af ristuðu og möluðu kaffi sem er selt í stærri einingum. Með öðrum orðum, þá hefur neysla á Nespresso sömu umhverfisáhrif og neysla á (venjulegu), síuðu kaffi. Niðurstöðuna má rekja til þess að þrátt fyrir að forskammtað kaffi útheimti meiri umbúðir veldur nákvæm skömmtun og uppáhelling því að hlutfallslega þarf minna kaffi og orku til að útbúa bolla af Nespresso-kaffi.

Við höfum dregið markvisst úr kolefnisfótspori okkar frá árinu 2009 og í árslok 2016 hafði það minnkað um 19,4%. Með Jákvæða bollanum göngum við enn lengra, með stórfelldu skógræktarátaki í nágrenni AAA-býla sem mótvægi við útblástur frá starfsemi okkar. Skógræktin bindur saman kolefni og stuðlar einnig gegn loftslagsbreytingum, auk þess að hafa jákvæð áhrif á samfélagið og gæði kaffis. Við höfum þegar náð til um 10% AAA-býla og dreift rúmlega 1,4 milljónum trjáplantna. 

Nespresso Sustainable Quality Program™ var þróað í samvinnu við Rainforest Alliance. Meira en 80% af kaffinu okkar er framleitt á AAA-býlum og liðlega 40% frá býlum með vottun frá Rainforest Alliance Certified™.

Nespresso

Klúbburinn

Nespresso klúbbmeðlimir eru fyrstir að vita af nýjum vörum, og þá sérstaklega sértilboðum og sértegundum kaffi, sem koma í sölu í litlu magni og aðeins í ákveðinn tíma.