Sendingarmáti

Heimsending

Pantanir í vefverslun Nespresso eru keyrðar heim að dyrum á höfuðborgarsvæðinu af bílstjóra Nespresso. Heimsending er innifalin ef verslað er fyrir 11.500 kr. eða meira. Sendingargjald vegna pantana undir 11.500 kr er 1.000 kr. 

Afhending pantana er næsta virka dag og eru bílstjórar á ferðinni eftir kl 17.
Fyrirtækja pantanir eru sendar milli 11 og 14 næsta virka dag.

Sækja á N1 í samvinnu við Dropp
-valdar stöðvar á höfuðborgarsvæðinu

Þú getur valið að senda pöntun þína með Dropp á valdar N1 stöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Þar getur þú sótt pöntun þína á þeim tíma sem þér hentar best og í leiðinni afhent notuðu Nespresso hylkin þín til endurvinnslu.

Smelltu hér til að kynna þér þjónustu Dropp betur.

Sendingar utan höfuðborgarsvæðis

Pantanir til viðtakanda utan höfuðborgarsvæðisins eru sendar með Póstinum. Afhendingartími fer eftir landsvæðum og tekur á bilinu 1-3 daga. Í flestum tilvikum afhendir Pósturinn daginn eftir að hann móttekur vörurnar frá okkur, sem er næsta virka dag eftir að þú gerir pöntunina. 

Smelltu hér til að kynna þér þjónustu Póstsins betur.

Sækja í verslun

Þú getur einnig valið að sækja pantanir í verslun okkar á 2. hæð í Kringlunni. Pantanir gerðar fyrir kl.13 alla daga eru afhentar eftir kl.15 sama dag, gegn framvísun sölukvittunar.

Athugið að fyrst um sinn er ekki hægt að sækja pantanir í Smáralind en við stefnum á að bæta þeim möguleika við á næstu misserum.

Heimsending er einungis í boði innanlands. 

Nespresso

Klúbburinn

Nespresso klúbbmeðlimir eru fyrstir að vita af nýjum vörum, og þá sérstaklega sértilboðum og sértegundum kaffi, sem koma í sölu í litlu magni og aðeins í ákveðinn tíma.