Loksins á Íslandi

Við kynnum BARISTA CREATIONS – nýju línuna okkar af kaffi sem er sérstaklega gert til þess að fara vel með mjólk. Með innblæstri frá sérfræðiþekkingu færustu kaffibarþjóna heims var það metnaður okkar að gera þér það auðvelt að hella upp á heima hjá þér með fullkomlega blönduðum mjólkurkaffiuppskriftum. Það byrjar allt á því að ná kaffiblöndunni alveg réttri. Við vonum að þú njótir þess að leyfa nýjum sköpunarverkum þínum að vakna til lífsins.

Meira um þetta

SCURO

FYRIR KRÖFTUGAR MJÓLKURUPPSKRIFTIR Í GÓÐU JAFNVÆGI

BARISTA CREATIONS Scuro er með hárréttan bragðstyrk til að kaffið gefi frá sér ristuð einkenni þess án þess að yfirgnæfa sætleika mjólkurinnar. Til að búa til þessa blöndu og fengum við innblástur frá kaffibarþjónum Melbourne sem eru meistarar í grófu en þó fagurlega jafnvægisblönduðu kaffi.

meira um scuro

STERKT INTENSE CAPPUCCINO

Við höfum tekið eina vinsælustu uppskrift sem til er og gefið henni lyftingu með Scuro hylkinu okkar. Það er dásamlega rjómakennt en bragðsterkt engu að síður, styrkur kaffisins blandast fallega við þykkt lag mjólkurfroðunnar.

skoða uppskrift

Corto

FYRIR SÉRLEGA BRAGÐSTERKAR UPPSKRIFTIR MEÐ MJÓLK

Sérfróðir kaffibarþjónar Spánar veittu okkur innblástur til að búa til BARISTA CREATIONS Corto. Við grandskoðuðum samspil kaffis og mjólkur til að tryggja það að við skildum hvernig best væri að búa til þetta bragðsterka sírópskennda kaffi fyrir djarfar mjólkuruppskriftir.

Meira um corto

CORTADO

Í þennan litla en dásamlega kraftmikla espresso notum við mjólk og kaffi í jöfnum hlutföllum til að þynna kaffið einmitt nógu mikið og taka broddinn úr sýrustiginu. Mjólkin í þessum litla fjársjóði er lítið freydd og verður því ekki beinlínis að froðu.

skoða uppskrift

CHIARO

FYRIR SÆTAR OG MJÚKAR UPPSKRIFTIR MEÐ MJÓLK

Þú getur hreinlega umvafið þig Chiaro því það var hannað með hið fullkomna jafnvægi kaffis og mjólkur eða mjólkurfroðu í huga. Kaffibarþjónarnir í Brooklyn veittu okkur innblástur með léttristun sinni sem kemur náttúrulegri sætu kaffisins til skila með mjúkum og unaðslegum tónum þegar mjólk er bætt við.

Meira um chiaro

Loksins á Íslandi

Breyttu kaffitímanum þínum í algjöra veislu með þessu góðgæti. Hlynsíróp, niðursoðin mjólk og poppkorn til að toppa það, allt hjálpast þetta að við að gera þetta cappuccino að algjörum veislurétti.

skoða uppskrift