REVIVING ORIGINS


Við bjóðum velkomnar tegundarnar AMAHA AWE UGANDA, TAMUKA MU ZIMBABWE og ESPERANZA DE COLOMBIA sem verða einungis fáanlegar í stuttan tíma.

Þessar fágætu kaffitegundir eru hluti af REVIVING ORIGINS verkefninu okkar sem stuðlar að því að endurvekja kaffi-héruð í löndum sem misst hafa kaffiframleiðslu sína vegna átaka, náttúruhamfara eða loftslagsbreytinga sem gerir gæfumun fyrir bændur og fjölskyldur þeirra.

Þessar tegundir tilheyra AAA-verkefninu en með því er unnið að því að bæta framleiðslu og gæði og um leið að styðja við innleiðingu félagsumhverfislegra hátta og nálgana.

Nánari upplýsingar hér að neðan.

AMAHA awe UGANDA

Nýju lífi hefur nú verið blásið í rómaða kaffiræktarsvæðið í Rwenzorifjöllunum í Úganda eftir hræðilegar afleiðingar loftslagsbreytinga. Með verkefni Nespresso, REVIVING ORIGINS hefur verið stutt við framkvæmdaáætlanir um þjálfun í jarðræktarfræði og sjálfbærum landbúnaði til að hjálpa til við að endurlífga svæði sem var einu sinni þekkt fyrir frjósama jörð og næga úrkomu. Við höfum unnið með yfir 2000 smábændum að því að þróa góða landbúnaðarhætti sem leiða til hágæða uppskeru og bætts lífsviðurværis.

Við stefnum að því að færa þér meira af þessu ljúffenga kaffi á hverju ári og bæta þar með hag bændanna og styrkja samfélagið. Hver sopi sem þú nýtur snertir líf hundruða og býður að auki upp á magnaða bragðupplifun.

PANTA KAFFI

ESPERANZA de COLOMBIA

Viðvarandi átök í hálfa öld í kólumbíska héraðinu Caquetá neyddu bændur til að yfirgefa lönd sín. Nýtt friðartímabil hefur loks ýtt af stað blómlegu nýju skeiði fyrir kaffiræktun á svæðinu. Alveg frá undirritun friðarsamkomulags árið 2016 hefur með verkefni Nespresso, REVIVING ORIGINS verið unnið að því styðja við þúsundir bænda með því að sjá þeim fyrir verkfærum, vinnslubúnaði og sérfræðiþekkingu. Árangurinn lét ekki á sér standa. Esperanza de Colombia er höfugt Arabica-kaffi í góðu jafnvægi með fínum sýrukeimi og mildum ávaxtatóni.

Við miðum að því að færa þér meira af þessu ljúffenga kaffi á hverju ári og bæta þar með hag og styrk bændanna í Caquetá. Hver bolli sem þú nýtur hjálpar okkur við að leggja okkar af mörkum til búnaðarins, þjálfunarinnar og þeirra úrræða sem bændasamfélagð þarfnast til að öðlast betri framtíð. Glæddu því hvern kaffibolla auknu mikilvægi og finndu bragð af því sem kaffi getur áorkað.

PANTA KAFFI

TAMUKA mu ZIMBABWE

Sjaldséður dýrgripur er kominn á sinn stað eftir mörg ár lituð af átökum um stjórnmál og loftslagsmál. Verkefni Nespresso, REVIVING ORIGINS hefur beinst að því að vinna með bændum í Austur-Zimbabwe og veita þeim þjálfun og þau úrræði sem þeir þarfnast til að bæta gæði og afrakstur uppskerunnar. Þessi samvinna hefur átt stóran þátt í að blása lífi í kaffisamfélagið á svæðinu og endurvekja íburðarmikið espressokaffi sem hafði nærri glatast.

Við stefnum að því að færa þér meira af þessu ljúffenga kaffi á hverju ári og bæta þar með hag bændanna og styrkja samfélagið. Hver sopi sem þú nýtur snertir líf hundruða og býður að auki upp á magnaða bragðupplifun.

PANTA KAFFI

Við sendum kaffið heim

Ef þú pantar fyrir 10.000 kr. eða meira greiðir þú engan sendingarkostnað.

Endurvinnsla

Við tökum á móti notuðum hylkjum til endurvinnslu um allt land.

Fáðu pöntunina í kvöld

Pantanir á höfuðborgarsvæðinu sem berast fyrir kl. 11 eru afhentar samdægurs milli kl. 17 og 22.