TAKTU ÞÁTT Í AÐ ENDURVINNA MEÐ OKKUR
Þú getur safnað notuðum Nespresso hylkjum saman í endurvinnslupoka og komið með í verslanir okkar Kringlunni, Smáralind og Glerártorgi. Einnig getur þú afhent bílstjóra Nespresso notuðu hylkin þín við heimsendingu á vefpöntunum á höfuðborgarsvæðinu. Ef valið er að nota Dropp er móttaka á afhendingarstað.
Það gleður okkur að kynna að Pósturinn tekur nú við notuðum hylkjum viðskiptavina utan höfuðborgarsvæðis, við afhendingu pantana, í endurvinnslupokum Nespresso.
HVERS VEGNA AÐ ENDURVINNA?
Með því að safna og endurvinna notuð hylki getum við dregið úr umhverfisáhrifum þeirra og gefið þeim nýtt líf. Endurunnið ál er notað til þess að búa til ný Nespresso-hylki eða nýjar vörur. Kaffið úr notuðu hylkjunum er nýtt í moltu eða orkuvinnslu.
Nespresso á Íslandi leggur ríka áherslu á að viðskiptavinir skili sínum hylkjum til endurvinnslu. Með hverri heimsendingu fylgja endurvinnslupokar og pokarnir fást einnig í verslunum okkar í Kringlunni, Smáralind og Glerártorgi. Pokana má nota oftar en einu sinni. Einnig er frjálst að nota hvaða poka sem er sem endurvinnslupoka.
HVERS VEGNA NOTUM VIÐ ÁL Í HYLKIN OKKAR?
Við notum ál vegna gæða þess og sjálfbærni. Ál er besta efnið sem hægt er að fá til að varðveita bragð og ferskleika kaffis og vernda það fyrir skaðlegum áhrifum ljóss, lofts og raka. Þá er álið jafnframt sterkt og létt en um leið 100% endurvinnanlegt. Hægt er að endurvinna ál endalaust og við endurvinnslu sparast u.þ.b. 95% af þeirri orku sem þarf til að framleiða nýtt ál.
HVAÐ VERÐUR UM ENDURUNNU HYLKIN?
Endurunnið ál er notað til þess að búa til ný Nespresso-hylki eða nýjar vörur. Kaffið úr notuðu hylkjunum er nýtt í moltu eða orkuvinnslu.