ENDURVINNSLA

SJÁLFBÆRT ÁL

Við notum ál vegna gæða þess og sjálfbærni. Ál er besta efnið sem hægt er að fá til að varðveita bragð og ferskleika kaffis og vernda það fyrir skaðlegum áhrifum ljóss, lofts og raka. Þá er álið jafnframt sterkt en um leið létt og hægt er að endurvinna það endalaust.

Við höfum heitið því að bjóða öllum viðskiptavinum okkar endurvinnslukosti fyrir árið 2020. Árið 2016 höfðu 86% aðgang að hylkjamóttökulausnum. Með því að safna og endurvinna notuð hylki getum við dregið úr umhverfisáhrifum þeirra og gefið þeim nýtt líf. Endurunnið ál er notað til þess að búa til nýjar vörur eða Nespresso-hylki og kaffið er nýtt í moltu eða orkuvinnslu.

Stefna Nespresso er að allt ál verði aflað í samræmi við nýju ASI-staðlana fyrir árið 2020. ASI, eða Aluminium Stewardship Initiative, eru sjálfstæð samtök ýmissa hagsmunaðila sem voru sett á laggirnar árið 2015. Fremst í flokki við stofnun þeirra var Nespresso, ásamt 13 annarra fyrirtækja og 14 félagasamtaka. ASI hefur sett fyrstu alþjóðlegu staðlana varðandi ábyrga notkun og framleiðslu á áli.

Með hverri heimsendingu fylgja endurvinnslupokar sem hægt er að setja hylkin í til endurvinnslu, en pokarnir fást einnig í verslunum okkar í Kringlunni og Smáralind.

Þú getur tekið þátt í þessu með okkur með því að safna hylkjunum í pokann og koma með þau á móttökustöð í verslunum okkar í Kringlunni og Smáralind. Markmið okkar er að fjölga móttökustöðvum á næsta ári en einnig mun bílstjóri okkar sem afhendir vefpantanir taka á móti hylkjum til endurvinnslu.

Nespresso

Klúbburinn

Meðlimir Nespresso klúbbsins fá allar fréttir um leið og þær berast. Skráðu þig og fylgstu með frá byrjun.