Af hverju eru sumar vörur ekki í boði eins og er?
Til þess að tryggja heilsu og öryggi starfsfólks í verksmiðjum okkar höfum við gripið til allra varúðarráðstafana varðandi fjarlægð milli fólks og hreinlætis í framleiðslustöðvum okkar, sem bætast ofan á strangar kröfur um hreinlæti sem fyrir eru. Þetta hefur leitt til breytinga á sumum starfsaðferðum okkar. Því miður er hluti af vöruúrvali okkar ekki í boði eins og er af þeim sökum. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem það hefur í för með sér. Hikaðu ekki við að hafa samband við okkur í síma 575 4040 eða senda tölvupóst á netfangið nespresso@nespresso.is þar sem kaffisérfræðingar okkar geta hjálpað þér að finna aðrar vörur sem gætu hentað þér.
Hvenær verða allar vörur aftur í boði?
Því miður getum við ekki sagt til um það eins og er hvenær við getum boðið þér upp á þína uppáhaldsvöru. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem það hefur í för með sér. Hikaðu ekki við að hafa samband við okkur í þar sem kaffisérfræðingar okkar geta hjálpað þér að finna aðrar vörur sem gætu hentað þér.
Lokuðuð þið verksmiðjunum ykkar?
Nei. Verksmiðjur okkar eru enn í rekstri. Heilsa og öryggi starfsfólks okkar er í forgangi og við höfum skipulagt verksmiðjur okkar þannig að hægt sé að hafa nægilegt bil á milli fólks og sett strangari reglur um hreinlæti.
Eru vörurnar ykkar öruggar?
Já, við hjá Nespresso tökum heilsu og öryggi viðskiptavina okkar og starfsfólks mjög alvarlega. Við grípum til allra nauðsynlegra ráðstafana til að tryggja að vörur okkar séu öruggar gagnvart COVID-19.
Vélin sem ég valdi er ekki í boði eins og er. Hvenær verður hún aftur til á lager?
Því miður getum við ekki sagt til um það eins og er hvenær við getum boðið þér upp á þá vöru sem þú vilt. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem það hefur í för með sér.
Get ég enn pantað kaffi/vélar?
Viðskiptavinir Nespresso geta pantað kaffi og vélar á netinu á www. nespresso.is eða verslað í verslunum okkar Kringlunni og Smáralind.
Hvað get ég pantað í staðinn fyrir uppáhaldsbragðtegundina mína?
Leitaðu að uppáhaldskaffinu þínu hér á vefsíðu okkar. Ef það er ekki í boði eins og er sýnum við þér þær kaffitegundir sem eru til og hafa svipað bragð og uppáhaldskaffið þitt. Smelltu hér til að kynnar þér hvaða tegundir gætu hentað í stað þeirra sem þú drekkur vanalega.
Tekur lengri tíma að fá pöntunina mína afgreidda?
Við gerum allt til að halda áfram að koma Nespresso-vörunum þínum heim til þín eins fljótt og auðið er. Aftur á móti geta nýjar vinnuaðferðir til að vernda starfsfólk okkar og afhendingarþjónustu hægt á afköstum okkar og leitt til tafa.