SKULDBINDINGAR OKKAR

Loftlagsváin krefst brýnna aðgerða. Nespresso vill leggja sitt að mörkum til að ná tökum á vandanum. 

Nespresso stefnir að  því að minnka losun gróðurhúsalofttegunda jafnt og þétt á næstu árum og að hún verði engin í síðasta lagi 2050.

Hægt er að lesa hér fyrir neðan þær leiðir sem við förum til þess að minnka loftlagsáhrifin okkar.  

Sjálfbær kaffiframleiðsla

Við hvetjum Nespresso bændur, fræðum þá og gerum þeim kleift að breyta búskaparháttum sínum til að ná fram metnaðarfullum markmiðum um svokallaða NÚLL losun kolefna. Á þetta við um t.d. eflingu skógræktar, lífræna frjóvgun kaffiplantna og verndun jarðvegsþekju. 

Vistkerfi 

Við leggjum áherslu á hringrásarkerfi og nýsköpun m.a. með því að stórauka notkun á endurunnum og endurnýjanlegum efnum í hylkjunum okkar, aukahlutum og vélum. 

Endurnýjanleg orka 

Við ætlum að halda áfram að bæta orkunýtingu í framleiðsluferlum og sölu. Stefnt er að  nota 100% endurnýjanlegri raforku á öllum starfsstöðvum og verslunum Nespresso.

Endurvinnsla 

Við munum, í samvinnu við viðskiptavini okkar, halda áfram að hækka endurvinnsluhlutfall kaffihylkjanna. Auk þess viljum við fjárfesta í verkefnum sem auðvelda og einfalda endurvinnslu. Þá er verið að kanna hvernig nota má kaffikorg sem uppsprettu orku (orkugjafa). 

Hagræðing flutninga 

Halda áfram að vinna náið með samstarfsaðilum úr aðfangakeðjunni okkar til að finna lausnir og nýjungar sem draga úr kolefnislosun á öllum stigum flutninga og afhendingar á hráefni og vörum. 

Gróðursetning og skógrækt 

Við viljum auka gróðursetningu trjáplantna á okkar vegum. Við höfum nú þegar gróðursett 5 milljónir plantna við kaffibúgarða þar sem Nespresso kaffi er ræktað en hyggjumst stórhækka þessa tölu. 

Með þessum aðgerðum stefnum við á að núlllosun gróðurhúsalofttegunda í síðasta lagi árið 2050 og leggja þannig okkar af mörkum til að bjarga vistkerfinu. 

Hægt er að lesa meira um AAA Sustainable Quality áætlunina hér.

Þessi vefsíða styðst við vefkökur til að bæta upplifun þína. Með því að smella á 'Samþykkja' samþykkir þú vefkökur fyrir: virkni, tölfræði og markaðssetningu