Nespresso kaffiuppskriftir
Prófaðu þig áfram með kaffiuppskriftum sem gera kaffistundina ennþá skemmtilegri.
Hvað má bjóða þér að búa til í dag?

Hvítt súkkulaði og jarðarberja íslatte
Skref 1
Byrjum á því að hella upp á White chocolate strawberry tvöfaldan espresso í Vertuo línunni
Skref 2
Útbúum „cold foam" með því að setja í Aeroccino flóarann 50 ml. af mjólk ásamt heimatilbúnu jarðarberjasírópi (sjá uppskrift fyrir neðan). Stilltu á köldu stillinguna á flóara og láttu vinna þar til það hefur tvöfaldast af stærð
Skref 3
Setjum síðan jarðarberjarmaukið sem kom frá sírópinu í glas bætum við klökum, 100 ml. af mjólk og tvöföldum espresso saman í glasið og toppum svo með cold foaminu.
Uppskrift af jarðarberjasírópi
100 gr. sykur
100 gr. jarðarber skorin smátt
Blandið saman í lítið ílát og hafið í ísskáp yfir nótt
Njóttu vel ☕