Nespresso kaffiuppskriftir
Prófaðu þig áfram með kaffiuppskriftum sem gera kaffistundina ennþá skemmtilegri.
Hvað vilt þú búa til í dag?

Latte með púðursykri og kanil
Skref 1
Taktu til bolla og bættu ofan í 1/2 teskeið af kanil og 1- 2 tsk af púðursykri (eða eftir smekk) og hræðu aðeins saman saman
Skref 2
Til þess að bræða sykurinn helltu þá upp á tvöfaldan espresso. Mælum með Dolce í Vertuo eða þinni uppáhalds tegund.
Skref 3
Næst fylla kokteilhristara af klökum og hellum kaffiblöndunni yfir og hristum eins og enginn sé morgundagurinn.
Skref 4
Gríptu síðan ferðamál eða glas sem þú fyllir af klökum og hellir sirka 100 ml. af mjólk út á. Síðast en ekki síst hellir þú hristum espresso út í málið/glasið.
Njóttu vel ☕