ÁÆTLUN UM FRAMTÍÐ BÆNDA

Annað framtak Nespresso er að bjóða nú tryggingar fyrir uppskeru smárra kaffibænda. Þessu verkefni var fyrst hleypt af stokkunum í Kólumbíu árið 2018 ásamt Fairtrade og Blue Marble Microinsurance. 

Áður fyrr gátu tryggingarfélög ekki boðið smábændum í afskekktum sveitum að kaupa viðeigandi tryggingar vegna þess að staðsetning þeirra og stærð gerði það að verkum að erfitt var að sannreyna tjón.

Kerfið sem Nespresso og Blue Marble hafa þróað notar gervihnattatækni og veðurspár fyrri ára til að meta tjón á uppskerunni vegna óveðurs. Kerfið greiðir þá sjálfkrafa bætur án þess að matsmaður þurfi að mæta á staðinn. Þessi lausn er ódýrari, auðveldari og skilvirkari, það er því í fyrsta skipti hagkvæmt að bjóða þessum smábændum að fá sér tryggingar.  

Vissir þú ...?

  • ... að við hófum formlegt samstarf við Fairtrade árið 2013 með því að undirrita samning um að ákveðið magn af Fairtrade kaffi yrði útvegað á hverju ári?

  • ... að 1800 bændur í Indónesíu og 2000 bændur í Kólumbíu starfa samkvæmt áætluninni?

  • ... að í lok árs 2019 hafði Nespresso sett um 800 milljónir króna í Farmer Future Program? Helmingi var varið í að veita bændum tækniaðstoð og hinn helmingurinn fór í eftirlaunasparnað og uppskerutryggingar fyrir bændur.  

 

Þessi vefsíða styðst við vefkökur til að bæta upplifun þína. Með því að smella á 'Samþykkja' samþykkir þú vefkökur fyrir: virkni, tölfræði og markaðssetningu