AAA ÁÆTLUN NESPRESSO

Nespresso AAA Sustainable Quality áætlunin

Vegna loftlagsbreytinga og efnahagslegra sveifla þá eru kaffibændur útsettir fyrir mikilli hættu og óvissu sem ógnar lífsviðurværi þeirra. Árið 2003 fórum við í samstarf við Rainforest Alliance til að koma á fót Nespresso AAA Sustainable Quality áætlun. Til þess að byggja upp traust og langtímasambönd við kaffibændur, með þessu köllum við fram jákvæð áhrif.  

AAA áætlunin er samansett úr þremur stoðum: gæði, sjálfbærni og framleiðslugetu. Um 90% af kaffinu okkar kemur í gegnum þessa áætlun í samstarfi við meira en 122.000 bændur í 15 löndum.  

Bændum er veitt einstaklingsmiðuð þjálfun og tækileg ráðgjöf. Þetta hefur hjálpað þeim að gera jörðina sína afkastameiri, arðbærari og sjálfbærari. Bændurnir græða einnig iðgjald fyrir hágæðakaffið sem þeir selja til Nespresso. Þetta iðgjald er að meðaltali hærra en fyrir kaffi í sama gæðaflokki.  

Bændur þurfa ekki að borga aðildargjald og þeim ber engin skylda til að selja þeirra kaffi til Nespresso. Þeir fá ókeypis aðstoð við það að þróast og verða betri. Bændurnir eru metnir út frá nokkrum alþjóðlega viðurkenndum stöðlum, eins og ILO, FLA og Fairtrade Organic. 

Í gegnum AAA áætlunina fjárfestum við einnig í innviði og öðrum tengdum verkefnum, eins og skógrækt, úrræði um eftirlaun bænda og tryggingarkerfi fyrir uppskeru þeirra. Þessi verkefni munu hjálpa bændum að verja sig fyrir óstöðugleika á umhverfinu og markaðinum. 

Vissir þú ...?

• Í dag nær AAA áætlunin til 122.000 bænda í 15 löndum. 

• Áætlunin er með yfir 400 búfræðinga, 33% af þeim eru konur.  

• 93% af kaffinu okkar kemur í gegnum AAA áætlunina. 48% af kaffinu okkar er vottað af Rainforest Alliance og/eða Fairtrade.

• Árið 2019 eyddum við um 6 milljörðum íslenskra króna í þjálfun, tæknilega aðstoð, iðgjöld bænda og hagnýtar fjárfestingar til bændasamtaka.  

 

Samstarf 

Okkar reynsla hefur sýnt okkur að samstörf knýja fram nýsköpun og auka jákvæð áhrif. Velgengni Nespresso hefði ekki verið möguleg án stuðnings og þekkingu samstarfsaðila okkar.  

Við vinnum náið með frjálsum félagasamtökum, alþjóðlegum fjármálastofnunum, samtökum um borgaraleg réttindi og öðrum fyrirtækjum, um allan heim.  

Hægt að lesa meira hér.

Kynbundin mismunun 

Samkvæmt International Coffee Organization þá leggja konur mikið af mörkum til alþjóðlega kaffigeirans. Á meðan hlutverk þeirra í kaffiframleiðslu er nauðsynlegt þá hafa konur minni aðgang en karlar að auðlindum líkt og landi, fjármunum og upplýsingum. Kynjabilið er ekki aðeins konum í óhag heldur hefur það neikvæð áhrif á heildarframleiðni bænda og velferð heimila. 

Jafnréttisstefna Nespresso miðar við að tryggja það að AAA áætlunin nái bæði til karla og kvenna og gagnist þeim jafnt.  

Til þess að ná þessu markmiði þá hefur Nespresso þróað tækni sem veitir nauðsynlega innsýn til að hægt sé að tryggja að konur fái styrk til að vera hluti af ákvörðunarferlinu og fái aðgang að auðlindunum sem þær þurfa. Þessi tækni var prófuð á þremur Nespresso ræktunarsvæðum: Aceh í Indónesíu, Fraijanes í Gvatemala og Sidamo í Eþíópíu. Tæknin var endurskoðuð af bæði kynja- og landbúnaðarsérfræðingum. Þessi tækni er núna víða viðurkennd sem dæmi um góða starfshætti og er núna notuð af mörgum kynjafræðingum í landbúnaðargeiranum, auk þess komið fram í mörgum ritum.  

Hægt að lesa meira hér

Þessi vefsíða styðst við vefkökur til að bæta upplifun þína. Með því að smella á 'Samþykkja' samþykkir þú vefkökur fyrir: virkni, tölfræði og markaðssetningu